27. mars, 2024
Tilkynningar
Borgarbyggð, Veitur og Rarik auglýsa útboð vegan fyrirhugaðra framkvæmda við Sæunnargötu í Borgarnesi. 
Um er að ræða gatna- og gangstéttargerð og leggja dreifikerfi fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu og rafveitu.  

 

Borgarbyggð 

Endurnýja skal yfirborð götu, bílastæðið og gangstétta. 

Helstu magntölur: 

  • Uppgröftur 3500 m3 
  • Fylling 500 m3 
  • Styrktarlag 2500 m3 
  • Burðarlag 520 m3 
  • Malbik 2500 m2 
  • Steyptar gangstéttir 820 m2 
Veitur ohf. 

Verkið felst í að leggja dreifikerfi hitaveitu, vatnsveitu og fráveitur. Verkið er unnið samhliða gatnagerð 

Helstu magntölur: 

  • Fráveitulagnir 560 m 
  • Vatnsveitulagnir 420 m 
  • Hitaveitulagnir 552 m 
  • Heildarskurðarlengd 1226 m 
Rarik ohf. 

Verkið felst í að leggja lágspennustrengi og jarðvíra í skurði ásamt því að verja eldri lagnir auk tilheyrandi jarðvinnu , niðurtekt og uppsetningu á tengiskápum 

Helstu magntölur: 

  • Tengiskápar 4 stk. 
  • Raflagnir 300 m 

Útboðið opnar þriðjudaginn 2.apríl 2024 og má nálgast útboðsgögn í gegnum útboðsvef Borgarbyggðar hjá Ajour : 

https://borgarbyggd.ajoursystem.net/Tender/DirectLink/d6d3d15a-d90b-4f2a-ac80-f4a044a31884   

 

Vanti þig aðstoð með að búa til aðgang eða notkun á Ajour útboðskerfinu má setja sig í samband við Borgarbyggð í síma 433-7100 eða thjonustuver@borgarbyggd.is 

Umsjónaraðilli útboðs er Elfar Ólafsson verkefnistjóri byggingar- og framkvæmdamála. 

Tengdar fréttir

14. janúar, 2025
Fréttir

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð hefur ákveðið að styrkja börn og ungmenni um heilsukort sem gildir út árið 2025. Heilsukortið veitir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og börn í 7.bekk -18 ára fá frítt í sund og þreksalinn. Þessa vikuna eru Sigga Dóra, íþrótta og tómstundafulltrúi og Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur að fara í heimsókn í grunnskólana og afhenda börnum Heilsukortið og ræða …

8. janúar, 2025
Fréttir

Íris Inga Grönfeldt sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!