27. mars, 2024
Tilkynningar
Borgarbyggð, Veitur og Rarik auglýsa útboð vegan fyrirhugaðra framkvæmda við Sæunnargötu í Borgarnesi. 
Um er að ræða gatna- og gangstéttargerð og leggja dreifikerfi fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu og rafveitu.  

 

Borgarbyggð 

Endurnýja skal yfirborð götu, bílastæðið og gangstétta. 

Helstu magntölur: 

  • Uppgröftur 3500 m3 
  • Fylling 500 m3 
  • Styrktarlag 2500 m3 
  • Burðarlag 520 m3 
  • Malbik 2500 m2 
  • Steyptar gangstéttir 820 m2 
Veitur ohf. 

Verkið felst í að leggja dreifikerfi hitaveitu, vatnsveitu og fráveitur. Verkið er unnið samhliða gatnagerð 

Helstu magntölur: 

  • Fráveitulagnir 560 m 
  • Vatnsveitulagnir 420 m 
  • Hitaveitulagnir 552 m 
  • Heildarskurðarlengd 1226 m 
Rarik ohf. 

Verkið felst í að leggja lágspennustrengi og jarðvíra í skurði ásamt því að verja eldri lagnir auk tilheyrandi jarðvinnu , niðurtekt og uppsetningu á tengiskápum 

Helstu magntölur: 

  • Tengiskápar 4 stk. 
  • Raflagnir 300 m 

Útboðið opnar þriðjudaginn 2.apríl 2024 og má nálgast útboðsgögn í gegnum útboðsvef Borgarbyggðar hjá Ajour : 

https://borgarbyggd.ajoursystem.net/Tender/DirectLink/d6d3d15a-d90b-4f2a-ac80-f4a044a31884   

 

Vanti þig aðstoð með að búa til aðgang eða notkun á Ajour útboðskerfinu má setja sig í samband við Borgarbyggð í síma 433-7100 eða thjonustuver@borgarbyggd.is 

Umsjónaraðilli útboðs er Elfar Ólafsson verkefnistjóri byggingar- og framkvæmdamála. 

Tengdar fréttir

17. september, 2025
Fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma

Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu  Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum  Kleppjárnsreykjum  Kleppjárnsreykjakjördeild.  Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00  og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í  Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …

17. september, 2025
Fréttir

Bíllausi dagurinn 2025

Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …