28. október, 2024
Tilkynningar

Kæru íbúar

Framkvæmdum Borgarbyggðar og Veitna í Sæunnargötu miðar vel áfram og gert er ráð fyrir að þessum áfanga ljúki fyrir lok nóvember.

Þriðja og síðasta áfanga hefur verið frestað til vors þar sem vetrarveður hefur neikvæð áhrif á endingartíma lagna í opnum skurði. Við munum láta vita áður en við hefjum vinnu að nýju í vor.

Veitur og Borgarbyggð endurnýja lagnir og götuna til að tryggja öllum íbúum nauðsynlega innviði.

Með kveðju,

starfsfólk Borgarbyggðar og Veitna

Tengdar fréttir

18. febrúar, 2025
Fréttir

Yfirlýsing vegna bilunar í nýju bókhaldskerfi

Yfirlýsing vegna bilunar í nýju bókhaldskerfi Þann 20. janúar 2025 var tekið í notkun nýtt bókhaldskerfi hjá Borgarbyggð, í kjölfarið komu upp villur og töf á hinum ýmsu málum tengt bókhaldinu. Hér fyrir neðan er farið yfir tímalínu verkefnisins, þær fréttir sem voru birtar á heimasíðu sveitarfélagsins og þau áhrif sem breytingin hafði á þjónustu okkar. Núna er komið að …

18. febrúar, 2025
Fréttir

Vetrarfrí í heimabyggð

Borgarbyggð býður upp á fjölbreytta afþreyingu sem kjörið er að nýta sér yfir vetrarfríið og eiga góðar stundir saman. Einkunnir bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu, og göngustígar liggja um svæðið með gönguleiðum sem henta flestum. Innan fólkvangsins er Álatjörn, en umhverfi tjarnarinnar er fallegt og kjörið til útivistar og náttúruskoðunar. Sundlaugin í Borgarnesi er opin, og finna má opnunartíma hennar …