Fjölmennt var á fræðsluerindinu sem stýrihópur um forvarnir, heilsueflinu og barnvænt sveitarfélag stóð fyrir um „Hvernig setjum við mörk á uppbyggilegan hátt“ með Önnu Steinsen. Fundurinn fór fram í Hjálmakletti þann 28.nóvember sl. Fræðsluerindinu var einnig streymt og voru margir sem nýttu sér það.
Streymið verður opið í viku eða til 5.desember n.k á vefslóðinni https://youtube.com/live/WUVb00GV6u4
Tengdar fréttir

Tilkynning frá Veitum
Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu
Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.