25. janúar, 2024
Fréttir

Borgarbyggð óskar eftir ensku- eða íslenskumælandi einstaklingum með erlendan uppruna eða þekkingu á málefnum innflytjenda í Borgarbyggð sem hafa áhuga á að taka þátt í störfum Fjölmenningarráðs hjá sveitarfélaginu.

Fjölmenningarráð skal m.a. vera sveitastjórn, nefndum og starfsfólki Borgarbyggðar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni sem snúa að innflytjendum og fólki með erlendan bakgrunn. Ráðið fundar að jafnaði einu sinni í mánuði og er greitt fyrir setu í ráðinu.

Borgarbyggð óskar hér með eftir áhugasömum einstaklingum sem hafa bæði þekkingu og áhuga á þessum málaflokki og vilja til að stuðla að bættara samfélagi fyrir okkur öll.

Umsókn skal senda á thjonustuver@borgarbyggd.is og nánari upplýsingar veitir Heiðrún Halldórsdóttir, verkefnastjóri í móttöku flóttamanna, netfang refugee@borgarbyggd.is, eða í síma 433-7100.

Umsóknarfrestur er til og með 5 febrúar.

________________________________________

Multicultural Council.

Borgarbyggð is looking for English- or Icelandic- speaking individuals with foreign origins or knowledge of immigrant issues who are intrested in participating in the work of the Multicultural Council at the municipality.

The Multicultural Council is to advise the local government, committees and staff of Borgarbyggð on issues and interests related to immigrants and people with a foreign background. The Multicultural Council will meet once a month and do members get paid for sitting on the council.

Borgarbyggð is looking for interested individuals who both have  knowledge and and interest in this issue and a desire -to contribute to a better society for us all.

Applications should be sent to thjonustuver@borgarbyggd.is, and further information can be provided by Heiðrún Halldórsdóttir, project manager at the reception of refugees, at refugee@borgarbyggd.is, or by phone at 433-7100.

It is now open to apply and will the application be open until February 5 2024.

Tengdar fréttir

17. september, 2025
Fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma

Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu  Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum  Kleppjárnsreykjum  Kleppjárnsreykjakjördeild.  Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00  og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í  Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …

17. september, 2025
Fréttir

Bíllausi dagurinn 2025

Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …