
Þann 16. maí sl. var haldinn Farsældardagur á Vesturlandi þar sem lykilaðilar frá öllum helstu þjónustustofnunum á Vesturlandi er koma að samþættri þjónustu í þágu farsældar barna hittust. Alls mættu um 120 einstaklingar og fór viðburðurinn fram í Hjálmakletti. Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra mætti og flutti ávarp til hópsins og hvatti fólk til dáða. Á farsældardeginum var mikil áhersla lögð á þverfaglegt samtal og verkefnavinnu sem mun m.a. skila sér í áframhaldandi innleiðingu. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi stóð að deginum og kom KPMG að undirbúningi ásamt nokkrum stjórnendum í velferðarþjónustu í Borgarbyggð og á Akranesi. Hvert sveitarfélag fyrir sig sagði frá fyrirmyndar farsældarverkefni sem það hefur komið að. Afar fróðlegt var að heyra hvernig önnur sveitarfélög hafa komið að innleiðingu á farsæld og hvernig þeim hefur tekist að tengja saman þjónustuveitendur í þeim tilgangi að veita bæði börnum og fjölskyldum þeirra samþætta og góða þjónustu. Á þessari mynd má sjá Margréti Gísladóttur, Elísabetu Jónsdóttur og Sigríði Dóru Sigurgeirsdóttur flytja fyrirmyndarverkefni farsældar í Borgarbyggð.
Tengdar fréttir

Aníta Björk Ontiveros er fjallkona Borgarnes 2025
Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún …

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025
Árlega er viðurkenning veitt fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní. Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðlistakona er fædd þann 15. apríl árið 1994 og steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir …