
Þann 16. maí sl. var haldinn Farsældardagur á Vesturlandi þar sem lykilaðilar frá öllum helstu þjónustustofnunum á Vesturlandi er koma að samþættri þjónustu í þágu farsældar barna hittust. Alls mættu um 120 einstaklingar og fór viðburðurinn fram í Hjálmakletti. Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra mætti og flutti ávarp til hópsins og hvatti fólk til dáða. Á farsældardeginum var mikil áhersla lögð á þverfaglegt samtal og verkefnavinnu sem mun m.a. skila sér í áframhaldandi innleiðingu. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi stóð að deginum og kom KPMG að undirbúningi ásamt nokkrum stjórnendum í velferðarþjónustu í Borgarbyggð og á Akranesi. Hvert sveitarfélag fyrir sig sagði frá fyrirmyndar farsældarverkefni sem það hefur komið að. Afar fróðlegt var að heyra hvernig önnur sveitarfélög hafa komið að innleiðingu á farsæld og hvernig þeim hefur tekist að tengja saman þjónustuveitendur í þeim tilgangi að veita bæði börnum og fjölskyldum þeirra samþætta og góða þjónustu. Á þessari mynd má sjá Margréti Gísladóttur, Elísabetu Jónsdóttur og Sigríði Dóru Sigurgeirsdóttur flytja fyrirmyndarverkefni farsældar í Borgarbyggð.
Tengdar fréttir

Beactive hreyfivika í Borgarbyggð árið 2025- Finndu þína hreyfingu!
Hugmyndafræði Beactive hreyfivikunnar í Borgarbyggð árið 2025 byggir á samveru fjölskyldunnar og mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Við viljum skapa vettvang þar sem öll fjölskyldan – börn, foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur, við öll – getum tekið þátt saman í skemmtilegum og hvetjandi viðburðum sem stuðla að bættri heilsu, vellíðan og tengslum. Dagskráin er fjölbreytt og aðgengileg fyrir …

Endurvinnslukort Borgarbyggðar- Ertu með kortið?
Allir fasteignaeigendur í Borgarbyggð sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis geta sótt rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka. Kortið virkar þannig að þegar komið er inn á gámasvæðið er kortið skannað, starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við. Starfsmaður gámasvæðis metur magn og tekur út …