
Verið er að kanna mögulega kólígerla í vatni frá Seleyri við Borgarfjörð.
Borgarnes fær kalda vatnið frá þremur veitum og er Seleyrarveita ein af þeim. Vatnið frá Grábrók og Hafnarfjalli er gegnumlýst og ekkert sem bendir til gerlamengunar þaðan.
Veitur ásamt heilbrigðiseftirliti Vesturlands eru að taka fleiri sýni úr neysluvatninu til að greina það nánar. Fyrstu niðurstöður ættu að liggja fyrir síðar í dag.
Önnur svæði í Borgarbyggð fá ekki vatn frá Seleyri og þurfa ekki að grípa til ráðstafana.
Hugsanlega gæti verið um galla í sýnatöku að ræða en Veitur vilja engu að síður hafa allan varann á og upplýsa.
Hvernig á að sjóða vatnið?
Vatnið þarf að bullsjóða, það þýðir að sjóða í a.m.k. 1 mínútu. Hraðsuðukatlar bullsjóða vatn, en ef örbylgjuofn er notaður þarf að tryggja að vatnið sjóði almennilega.
Sjá nánari upplýsingar frá Veitum
Tengdar fréttir

Ungt fólk og lýðheilsa 2025 – Ráðstefna fyrir unga framtíðaleiðtoga
Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir árlegu ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa dagana 12.–14. september 2025 á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Félagslegir töfrar“, sem vísar til þeirra ósýnilegu en kröftugu áhrifa sem skapast í samskiptum og samveru – þar sem einstaklingar verða að hópi og samfélag verður til. Ráðstefnan er opin öllum ungum einstaklingum á aldrinum 15–25 ára, …

Starfsfólk og íbúar minnast Gísla Karlssonar, fyrrverandi sveitarstjóra og bæjarstjóra í Borgarnesi
Gísli Karlsson fyrrverandi bæjar- og sveitarstjóri í Borgarnesi Á morgun, fimmtudag, verður borinn til grafar Gísli Karlsson fyrrverandi sveitarstjóri og bæjarstjóri í Borgarnesi. Gísli fæddist árið 1940 á Brjánslæk á Barðaströnd. Hann lauk prófi landbúnaðarhagfræði frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1968 og starfaði í að því loknu sem ráðunautur í Danmörku. Árið 1971 réð Gísli sig til starfa við Bændaskólann …