3. október, 2024
Tilkynningar

Verið er að kanna mögulega kólígerla í vatni frá Seleyri við Borgarfjörð.

Borgarnes fær kalda vatnið frá þremur veitum og er Seleyrarveita ein af þeim. Vatnið frá Grábrók og Hafnarfjalli er gegnumlýst og ekkert sem bendir til gerlamengunar þaðan.

Veitur ásamt heilbrigðiseftirliti Vesturlands eru að taka fleiri sýni úr neysluvatninu til að greina það nánar. Fyrstu niðurstöður ættu að liggja fyrir síðar í dag.

Önnur svæði í Borgarbyggð fá ekki vatn frá Seleyri og þurfa ekki að grípa til ráðstafana.

Hugsanlega gæti verið um galla í sýnatöku að ræða en Veitur vilja engu að síður hafa allan varann á og upplýsa.

Hvernig á að sjóða vatnið?

Vatnið þarf að bullsjóða, það þýðir að sjóða í a.m.k. 1 mínútu. Hraðsuðukatlar bullsjóða vatn, en ef örbylgjuofn er notaður þarf að tryggja að vatnið sjóði almennilega.

Sjá nánari upplýsingar frá Veitum

Tengdar fréttir

8. september, 2025
Fréttir

Næsta söfnun á rúlluplasti fer fram helgina 13.–14. september

Helgina 13.–14. september verður söfnun á rúlluplasti í sveitarfélaginu. Söfnunin fer þannig fram að söfnunarbíll verður á ferðinni, en hver og einn þarf sjálfur að koma plastinu á bílinn. Þeir aðilar sem vilja láta sækja plast til sín, þurfa að senda beiðni með tölvupósti á ulm@borgarbyggd.is fyrir kl. 12 þann 12. september. Ekki verður hægt að taka við beiðnum eftir þann …

8. september, 2025
Fréttir

Opnuð verður færanleg kjördeild í Brákarhlíð föstudaginn 19. september

Opnuð verður færanleg kjördeild í Brákarhlíð föstudaginn 19. september. Opnunartími er frá kl. 10.00 til 11.30. Kjörstaður er í Hátíðarsal á fyrstu hæðinni og munu starfsmenn Brákarhlíðar fylgja þeim íbúum sem vilja taka þátt í kosningunni á kjörstað. Hægt er að óska eftir aðstoð við kosninguna. Þetta er ekki utankjörfundaratkvæðagreiðsla og allir íbúar Brákarhlíðar á kjörskrá í Borgarbyggð eða Skorradalshreppi …