Frá og með 16. febrúar 2024 verður breyting á afgreiðslutíma þjónustuvers Borgarbyggðar á föstudögum. Þá mun verða opið frá kl. 10:00 – 14:00.
Alla aðra virka daga er móttaka opin milli kl. 10:00 – 15:00 og hægt er að fá afgreiðslu símleiðis milli kl. 9:30 – 15:00.
Áfram er hægt að senda ábendingar í gegnum ábendingagátt allan sólarhringinn, senda tölvupóst á netfangið: thjonustuver@borgarbyggd.is ásamt því að flest allar umsóknir um þjónustu eru í dag orðnar rafrænar og má finna í þjónustugáttinni undir mínum síðum.
Tengdar fréttir

Ný skólabygging Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum afhent
Í gær fór fram formleg afhending á nýju og glæsilegu skólahúsnæði Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum. Um er að ræða sérstaklega ánægjulegan áfanga, en ekki að það á hverjum degi sem að nýtt grunnskólahúsnæði er tekið í notkun í dreifbýli á Íslandi. Meðal gesta voru fulltrúar undirverktaka, skólastjórnendur, starfsfólk sveitarfélagsins og fulltrúar sveitarstjórnar. Við afhendinguna afhentu forsvarsmenn Byggingafélagsins Sjamma bygginguna formlega en …

273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn, 15. janúar nk. og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: —————— 273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Streymi frá fundinum má finna hér.