15. janúar, 2026
Fréttir

Í gær fór fram formleg afhending á nýju og glæsilegu skólahúsnæði Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum.
Um er að ræða sérstaklega ánægjulegan áfanga, en ekki að það á hverjum degi sem að nýtt grunnskólahúsnæði er tekið í notkun í dreifbýli á Íslandi.
Meðal gesta voru fulltrúar undirverktaka, skólastjórnendur, starfsfólk sveitarfélagsins og fulltrúar sveitarstjórnar.

Við afhendinguna afhentu forsvarsmenn Byggingafélagsins Sjamma bygginguna formlega en félagið hefur haft umsjón með uppbyggingu hússins. Samningar við Sjamma um uppbygginu á húsnæðinu voru undirritaðir í apríl 2024.

Allt skólahúsnæðið var opnað fyrir börn og starfsfólk nú um áramót en framundan er að ljúka við búnaðarkaup og lausar innréttingar. Frágangur á lóð er svo áætlaður í vor og sumar.
Þegar þeim lýkur verður spennandi að sjá skólahúsnæðið í fullri notkun og þá aðstöðu sem það mun bjóða upp á.

Byggðarráð óskar börnum og starfsfólki Grunnskóla Borgarfjarðar og öllum íbúum sveitarfélagsins til hamingju með nýtt skólahús og þakkar öllum þeim sem komið hafa að framkvæmdinni.
Húsnæðið bætir verulega starfsumhverfi barna og starfsfólks. Byggðarráð bindur vonir við að húsnæðið styrki búsetuskilyrði í Borgarbyggð og sérstaklega í uppsveitum Borgarfjarðar fyrir fjölskyldur.

Grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum eru sendar innilegar hamingjuóskir með þetta glæsilega nýja húsnæði.

Tengdar fréttir

13. janúar, 2026
Fréttir

273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn, 15. janúar nk. og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: —————— 273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Streymi frá fundinum má finna hér.