9. nóvember, 2023
Umhverfið

Breyting verður á söfnun á plastinu frá því sem var áður. Frá og með næst söfnun verður ekki lengur tekið við plastinu í stórsekkjum og ekki í lausu. Plastið þarf að vera baggað, bundið utan um það.

Nú þarf svart plast að vera sér og einnig baggað, þ.e. ekki blandað við aðra liti. Ekki má binda plastið með netinu af rúllunum og netið má ekki undir neinum kringumstæðum vera með plastinu.

Áburðasekkir verða áfram teknir í sömu ferð en þeir þurfa að vera þannig að mörgum er troðið í 1 sekk og bundið fyrir. Það má alls ekki vera í lausu og bundnir saman á hönkum því það getur losnað eða slitnað í pressunni í bílunum. Hreinleiki plastsins og sekkjanna er  einnig mjög mikilvægt.  Að lokum er athygli vakin á því að annað plast en rúlluplast má ekki fara með.

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.