
Breyting verður á söfnun á plastinu frá því sem var áður. Frá og með næst söfnun verður ekki lengur tekið við plastinu í stórsekkjum og ekki í lausu. Plastið þarf að vera baggað, bundið utan um það.
Nú þarf svart plast að vera sér og einnig baggað, þ.e. ekki blandað við aðra liti. Ekki má binda plastið með netinu af rúllunum og netið má ekki undir neinum kringumstæðum vera með plastinu.
Áburðasekkir verða áfram teknir í sömu ferð en þeir þurfa að vera þannig að mörgum er troðið í 1 sekk og bundið fyrir. Það má alls ekki vera í lausu og bundnir saman á hönkum því það getur losnað eða slitnað í pressunni í bílunum. Hreinleiki plastsins og sekkjanna er einnig mjög mikilvægt. Að lokum er athygli vakin á því að annað plast en rúlluplast má ekki fara með.
Tengdar fréttir

Reykholtshátíð 25.-27. Júlí nk.
Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í Reykholti í Borgarfirði síðustu helgina í júlí. Reykholtshátíð er eftirsóknarverður vettvangur fyrir tónlistarmenn og tónlistarunnendur auk þess að vera mikilvægur hlekkur í menningarstarfsemi á Vesturlandi. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru þau Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson. Þau hafa bæði starfað um árabil við hljóðfæraleik og komið fram með fjölmörgum …

Slökkvistöð rís í iðngörðum á Hvanneyri
Við Melabraut á Hvanneyri er nú að rísa tæplega 1.700 fermetra límtréshús úr yleiningum frá Límtré Vírnet í eigu Melabrautar byggingarfélags ehf. Í húsinu verða iðngarðar auk þess sem að október næst komandi mun Slökkvilið Borgarbyggðar flytja starfsstöð sína á Hvanneyri í hluta hússins. Í liðinni viku var samningur þar að lútandi undirritaður á byggingarsvæðinu á Hvanneyri. Sá hluti sem …