9. nóvember, 2023
Umhverfið

Breyting verður á söfnun á plastinu frá því sem var áður. Frá og með næst söfnun verður ekki lengur tekið við plastinu í stórsekkjum og ekki í lausu. Plastið þarf að vera baggað, bundið utan um það.

Nú þarf svart plast að vera sér og einnig baggað, þ.e. ekki blandað við aðra liti. Ekki má binda plastið með netinu af rúllunum og netið má ekki undir neinum kringumstæðum vera með plastinu.

Áburðasekkir verða áfram teknir í sömu ferð en þeir þurfa að vera þannig að mörgum er troðið í 1 sekk og bundið fyrir. Það má alls ekki vera í lausu og bundnir saman á hönkum því það getur losnað eða slitnað í pressunni í bílunum. Hreinleiki plastsins og sekkjanna er  einnig mjög mikilvægt.  Að lokum er athygli vakin á því að annað plast en rúlluplast má ekki fara með.

Tengdar fréttir

8. maí, 2025
Fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi

Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

7. maí, 2025
Fréttir

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi

Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …