9. nóvember, 2023
Umhverfið

Breyting verður á söfnun á plastinu frá því sem var áður. Frá og með næst söfnun verður ekki lengur tekið við plastinu í stórsekkjum og ekki í lausu. Plastið þarf að vera baggað, bundið utan um það.

Nú þarf svart plast að vera sér og einnig baggað, þ.e. ekki blandað við aðra liti. Ekki má binda plastið með netinu af rúllunum og netið má ekki undir neinum kringumstæðum vera með plastinu.

Áburðasekkir verða áfram teknir í sömu ferð en þeir þurfa að vera þannig að mörgum er troðið í 1 sekk og bundið fyrir. Það má alls ekki vera í lausu og bundnir saman á hönkum því það getur losnað eða slitnað í pressunni í bílunum. Hreinleiki plastsins og sekkjanna er  einnig mjög mikilvægt.  Að lokum er athygli vakin á því að annað plast en rúlluplast má ekki fara með.

Tengdar fréttir

6. janúar, 2026
Fréttir

Rósa Marinósdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenninguna fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu íþróttaiðkunar ungs fólks um allt land og mikilvægt framlag til samfélagsmála í heimabyggð. Rósa hefur starfað sem sjálfboðaliði undir merkjum Ungmennafélagsins Íslendings og Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) frá árinu 1980. Framlag Rósu til félags- og …

6. janúar, 2026
Fréttir

Rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka

Vegna tæknilegra örðuleika er ekki hægt að afhenda rafrænklippikort vegna gámstöðvar til þeirra sem ekki hafa þegar sótt sitt kort. Unnið er að lausn á málinu og við munum uppfæra stöðuna um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.