
Breyting verður á söfnun á plastinu frá því sem var áður. Frá og með næst söfnun verður ekki lengur tekið við plastinu í stórsekkjum og ekki í lausu. Plastið þarf að vera baggað, bundið utan um það.
Nú þarf svart plast að vera sér og einnig baggað, þ.e. ekki blandað við aðra liti. Ekki má binda plastið með netinu af rúllunum og netið má ekki undir neinum kringumstæðum vera með plastinu.
Áburðasekkir verða áfram teknir í sömu ferð en þeir þurfa að vera þannig að mörgum er troðið í 1 sekk og bundið fyrir. Það má alls ekki vera í lausu og bundnir saman á hönkum því það getur losnað eða slitnað í pressunni í bílunum. Hreinleiki plastsins og sekkjanna er einnig mjög mikilvægt. Að lokum er athygli vakin á því að annað plast en rúlluplast má ekki fara með.
Tengdar fréttir

Hreinsunarátak í Borgarbyggð haustið 2025
Borgarbyggð hefur samið við endurvinnslufyrirtækið Hringrás ehf. um söfnun ákveðinna úrgangsflokka í dreifbýli haustið 2025. Í samkomulaginu felst að Hringrás mun sækja heim eftirfarandi flokka íbúum að kostnaðarlausu. Bílflök og annað almennt brotajárn Ryðfrítt stál og ál Rafgeyma Rafmótora Hjólbarða Fyrirkomulagið er þannig að íbúar safna úrgangsefni saman á einn stað við heimili sín þangað sem Hringrás sækir efnið. Hringrás …

Rafmagnsleysi Kleppjárnsreykjum
Rafmagnslaust verður í hluta Kleppjárnsreykja þann 20.10.2025 frá kl 15:00 til kl 17:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof