
Á morgun, þriðjudaginn 23. September, er stefnt að því að loka Borgarfjarðarbraut (50) tímabundið vegna framkvæmda. Unnið er að endurnýjun hitaveitu aðveitu Veitna, HAB, í landi Steðja og er komið að því að þvera veginn. Stefnt er að því að veginum verði lokað um kl. 20.00 og opnað verður aftur fyrir umferð að morgni fimmtudags 25. September gangi allt að óskum.
Á meðan framkvæmdum stendur er almennri umferð beint um Flókadalsveg (5158), sá vegur mun þó sæta þungatakmörkunum og því verður þungaflutningum beint um Borgarfjarðarbraut að norðan, hjá Baulu.
Verktaki framkvæmdarinnar er Borgarverk.
Eftirlits og umsjónarmaður er Orri Jónsson. Ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar í síma 869-7193 eða í tölvupósti orri.jons@efla.is
Tengdar fréttir

Lokun Hringvegar og rafmagnslaust, fimmtudaginn 16. október
Vegna fyrirhugaðra framkvæmda fimmtudaginn 16. október verða bæði tímabundin lokun á Hringvegi 1 og rafmagnsrof á afmörkuðu svæði í Borgarfirði. Sjá tilkynningar frá Rarik og Vegargerðinni. Fimmtudaginn 16. október, milli klukkan 08:00-18:00, verður Hringvegur 1 norðan við Borgarnes lokaður vegna malbikunarframkvæmda. Hjáleið verður um Borgarfjarðarbraut sunnan við Borgarfjarðarbrú og gatnamótum við Baulu. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða …

Starfamessa 2025
Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum. Slíkar messur hafa verið vinsælar meðal grunn- og framhaldsskólanema sem vilja kynna sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf. Fyrirtæki og stofnanir nota messuna til að kynna starfsemi sína. Markmið Starfamessu: Að kynna fjölbreytt námstækifæri á Vesturlandi …