2. október, 2024
Tilkynningar

Frá næstu mánaðamótum 1. nóvember 2024 verða launaseðlar eingöngu aðgengilegir í stafrænu pósthólfi á www.island.is. Launaseðlar munu því ekki birtast lengur í heimabankanum.
Starfsfólk er hvatt til að nýta sér stafrænar lausnir til að draga úr pappírsnotkun.

Til að nálgast launaseðil skráir viðkomandi sig inn á „mínar síður“ á www.island.is með rafrænum skilríkum eða auðkennisappi. Hægt er að fá tilkynningu með tölvupósti þegar launaseðill berst.

Tengdar fréttir

5. nóvember, 2025
Fréttir

Tilkynning frá Veitum

Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

4. nóvember, 2025
Fréttir

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu

Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.