5. júlí, 2024
Útboð

Verkið felur í sér framkvæmd á uppbyggingu á hluta grunnskóla þar sem upp kom mygla. Innviðum hefur þegar verið fargað, mengað efni ss einangrun, gólfefni, milliveggir og loftaefni hefur verið fjarlægt og húsnæðið mygluhreinsað.

Verkið skal vinna samkvæmt útboðs og verklýsingu „Grunnskólinn í Borgarnesi endurbætur á matshluta 04“ og verða gögn aðgengileg á útboðsvef Ajour: https://borgarbyggd.ajoursystem.net

 

Verkið skal framkvæma samkvæmt útboðsgögnum og öðrum gögnum sem þar er vísað til. Innifalið í tilboði skal vera allt það sem til þarf til að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum.

Verktaki skal skila verkinu til verkkaupa í samræmi við ákvæði útboðsgagna.

Húsnæðið sem um ræðir inniheldur 6 kennslustofur á tveimur hæðum, fundarrými, setustofu og ganga, ásamt hálofti og er um 575 fermetrar að heildarfleti.

Bjóðendum er bent á að kynna sér vel allar aðstæður á svæðinu og sérstaklega bent á nálægð við grunnskóla í fullum rekstri á verktíma.

 

Útboð opnar: 05.07.2024, kl 20:00

Skilafrestur fyrir spurningar: 29.07.2024, kl 09:00

Skilafrestur tilboðs: 09.08.2024, Kl 14:00

Verklok: 28.02.2025

Tengdar fréttir

18. júní, 2025
Fréttir

Aníta Björk Ontiveros er fjallkona Borgarnes 2025

Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún …

18. júní, 2025
Fréttir

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025

Árlega er viðurkenning veitt fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní. Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðlistakona er fædd þann 15. apríl árið 1994 og steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir …