
Verkið felur í sér framkvæmd á uppbyggingu á hluta grunnskóla þar sem upp kom mygla. Innviðum hefur þegar verið fargað, mengað efni ss einangrun, gólfefni, milliveggir og loftaefni hefur verið fjarlægt og húsnæðið mygluhreinsað.
Verkið skal vinna samkvæmt útboðs og verklýsingu „Grunnskólinn í Borgarnesi endurbætur á matshluta 04“ og verða gögn aðgengileg á útboðsvef Ajour: https://borgarbyggd.ajoursystem.net
Verkið skal framkvæma samkvæmt útboðsgögnum og öðrum gögnum sem þar er vísað til. Innifalið í tilboði skal vera allt það sem til þarf til að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum.
Verktaki skal skila verkinu til verkkaupa í samræmi við ákvæði útboðsgagna.
Húsnæðið sem um ræðir inniheldur 6 kennslustofur á tveimur hæðum, fundarrými, setustofu og ganga, ásamt hálofti og er um 575 fermetrar að heildarfleti.
Bjóðendum er bent á að kynna sér vel allar aðstæður á svæðinu og sérstaklega bent á nálægð við grunnskóla í fullum rekstri á verktíma.
Útboð opnar: 05.07.2024, kl 20:00
Skilafrestur fyrir spurningar: 29.07.2024, kl 09:00
Skilafrestur tilboðs: 09.08.2024, Kl 14:00
Verklok: 28.02.2025
Tengdar fréttir

Gleðilega páska
Borgarbyggð sendir íbúum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega páska. Við hvetjum ykkur til að njóta og skapa góðar minningar saman. Ráðhúsið verður lokað yfir páskana en opnar svo aftur þriðjudaginn 22. apríl. Gleðilega hátíð.

Mikilvægur áfangi við byggingu nýrra nemendagarða fyrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar
Miðvikudaginn 9. apríl var skrifað undir kaupsamning Nemendagarða MB hses á húnsæði fyrir nýja nemendagarða MB, við Brákarhlíð fasteignafélag ehf. Byggingin er á lóðinni Borgarbraut 63 en um er að ræða neðstu hæð og þar verða 12 íbúðir fyrir nemendur. Stærð íbúðanna er á bilinu 20 -26 fermetrar og er pláss fyrir 18 nemendur, Á annarri til fjórðu hæð eru …