
Verkið felur í sér framkvæmd á uppbyggingu á hluta grunnskóla þar sem upp kom mygla. Innviðum hefur þegar verið fargað, mengað efni ss einangrun, gólfefni, milliveggir og loftaefni hefur verið fjarlægt og húsnæðið mygluhreinsað.
Verkið skal vinna samkvæmt útboðs og verklýsingu „Grunnskólinn í Borgarnesi endurbætur á matshluta 04“ og verða gögn aðgengileg á útboðsvef Ajour: https://borgarbyggd.ajoursystem.net
Verkið skal framkvæma samkvæmt útboðsgögnum og öðrum gögnum sem þar er vísað til. Innifalið í tilboði skal vera allt það sem til þarf til að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum.
Verktaki skal skila verkinu til verkkaupa í samræmi við ákvæði útboðsgagna.
Húsnæðið sem um ræðir inniheldur 6 kennslustofur á tveimur hæðum, fundarrými, setustofu og ganga, ásamt hálofti og er um 575 fermetrar að heildarfleti.
Bjóðendum er bent á að kynna sér vel allar aðstæður á svæðinu og sérstaklega bent á nálægð við grunnskóla í fullum rekstri á verktíma.
Útboð opnar: 05.07.2024, kl 20:00
Skilafrestur fyrir spurningar: 29.07.2024, kl 09:00
Skilafrestur tilboðs: 09.08.2024, Kl 14:00
Verklok: 28.02.2025
Tengdar fréttir

269. fundur sveitastjórnar Borgarbyggðar
269. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti fimmtudaginn 9. október 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Dagskrá 269. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.

Íbúafundir vegna þjónustustefnu Borgarbyggðar
Borgarbyggð boðar til íbúafunda þar sem unnið verður að mótun nýrrar þjónustustefnu sveitarfélagsins.Á fundunum gefst íbúum tækifæri til að koma á framfæri skoðunum sínum, hugmyndum og áherslum um framtíðarþjónustu sveitarfélagsins. Fundirnir eru haldnir dagana 20. og 21. október, kl.20:00 í Lindartungu og í sal Landbúnaðarháskóla Íslands, á Hvanneyri. Vð hvetjum alla til að mæta og taka þátt í góðu samtali …