Verkið felur í sér framkvæmd á uppbyggingu á hluta grunnskóla þar sem upp kom mygla. Innviðum hefur þegar verið fargað, mengað efni ss einangrun, gólfefni, milliveggir og loftaefni hefur verið fjarlægt og húsnæðið mygluhreinsað.
Verkið skal vinna samkvæmt útboðs og verklýsingu „Grunnskólinn í Borgarnesi endurbætur á matshluta 04“ og verða gögn aðgengileg á útboðsvef Ajour: https://borgarbyggd.ajoursystem.net
Verkið skal framkvæma samkvæmt útboðsgögnum og öðrum gögnum sem þar er vísað til. Innifalið í tilboði skal vera allt það sem til þarf til að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum.
Verktaki skal skila verkinu til verkkaupa í samræmi við ákvæði útboðsgagna.
Húsnæðið sem um ræðir inniheldur 6 kennslustofur á tveimur hæðum, fundarrými, setustofu og ganga, ásamt hálofti og er um 575 fermetrar að heildarfleti.
Bjóðendum er bent á að kynna sér vel allar aðstæður á svæðinu og sérstaklega bent á nálægð við grunnskóla í fullum rekstri á verktíma.
Útboð opnar: 05.07.2024, kl 20:00
Skilafrestur fyrir spurningar: 29.07.2024, kl 09:00
Skilafrestur tilboðs: 09.08.2024, Kl 14:00
Verklok: 28.02.2025
Tengdar fréttir

Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3
Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026
Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér: Reglur um …