
Árið 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði inn í sveitarstjórnalög nr. 138/2011. Um er að ræða 130. gr. a og er þar fjallað um skildu til þess að móta heildarstefnu til eins ár og í næstu þrjú ár þar á eftir, um það hvaða þjónustustigi viðkomandi sveitarfélag hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum innan sveitarfélagsins.
Markmið lagabreytinganna er að styðja við svæði þar sem til staðar er viðkvæmari byggð í víðfeðmum sveitarfélögum og að stefna sveitarstjórna um þjónustustig á slíkum svæðum verði skýr og komi til sérstakrar umræðu. Er það á ábyrgð sveitarstjórna að móta heildarstefnu fyrir hvert svæði fyrir sig og gera ráð fyrir ætluðu þjónustustigi vegna einstakra verkefna sem sveitarfélagið hyggst veita á viðkomandi svæðum t.d. skólahald, skólaakstur, opnunartíma sundlauga, félagsheimila o.s.frv.
Borgarbyggð mun bjóða til fundarraðar á næstu dögum í því skyni að eiga samráð við íbúa um mótun fyrstu formlegu þjónustustefnu Borgarbyggðar en stefnan verður afgreidd í sveitarstjórn Borgarbyggðar samhliða fjárhagsáætlun 2025.
Fundirnir munu fara fram á fimm stöðum í sveitarfélaginu á eftirfarandi tímum og vonandi hafa sem flestir tök á því að koma og eiga samtal um þetta mikilvæga málefni.
- 15. október kl. 17:00 Hjálmaklettur
- 15. október kl. 20:00 Þinghamar
- 17. október kl. 20:00 Lindartunga
- 21. október kl. 20:00 Landbúnaðarháskólinn
- 22. október kl. 20:00 Logaland
Tengdar fréttir

268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, fimmtudaginn 11. september 2025 og hefst kl. 16:00 Hér má sjá dagskrá fundarins: 268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.

Rannís á Vesturlandi 16 og 17 september n.k.
Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Vesturland heim dagana 16. – 17. september. 17. septemberKl. 12:00 – 13:15 – Opinn kynningarfundur í Borgarnesi. Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands Bjarnabraut 8. Léttar hádegisveitingar. Markmiðið er að kynna tækifæri sem bjóðast innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana. Erasmus+, áætun ESB fyrir öll skólastig, æskulýðsmál og íþróttir Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlun ESB Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar Uppbyggingarsjóð …