22. desember, 2023
Framkvæmdir

Ákveðið hefur verið að hleypa umferð á Borgarbrautina.

Miklar breytingar á framkvæmdinni hafa valdið töfum og því miður náðist ekki að malbika síðasta hluta götunnar fyrir veturinn. Þar af leiðandi var ákveðið að hleypa umferð á götuna nú þegar með malaryfirborði og mun gatan þannig verða opin allri akandi umferð næsta misserið.

Framkvæmdin við Borgarbraut er mikilvæg innviðafjárfesting þar sem um stofnæð Borgarness er að ræða. Því eru gæði verksins framkvæmdaraðilum ofarlega í huga og verður hugað að endanlegum yfirborðsfrágangi þegar veðurfar býður upp á slíka vinnu.

Tengdar fréttir

12. desember, 2025
Fréttir

Jólahús og jólagata Borgarbyggðar 2025

Nú er komið að því – leitin að jólahúsi og jólagötu Borgarbyggðar árið 2025 er hafin! Í fyrra var það Smiðjuholt í Reykholti sem hlaut nafnbótina Jólahús Borgarbyggðar 2025 og Kvíaholt í Borgarnesi var svo valin jólalegasta gatan. Viltu tilnefna jólalegasta húsið og jólalegustu götuna? Ábendingar þurfa að berast fyrir 23. desember. Ábendingar má senda inn hér. Sigurvegarar verða svo …

10. desember, 2025
Fréttir

Ráðstöfun frístundastyrks fyrir börn og ungmenni í Borgarbyggð

Frístundastyrkurinn er 40.000 krónur  á ári fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára og 14.000 krónur á ári fyrir börn á aldrinum 0-5 ára sem hafa lögheimili í Borgarbyggð.  Styrkupphæðin ákvarðast við gerð fjárhagsáætlunar og gildir frá 1.janúar til og með 31.desember ár hvert. Styrkinn er svo hægt að nýta til að lækka gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og …