Ákveðið hefur verið að hleypa umferð á Borgarbrautina.
Miklar breytingar á framkvæmdinni hafa valdið töfum og því miður náðist ekki að malbika síðasta hluta götunnar fyrir veturinn. Þar af leiðandi var ákveðið að hleypa umferð á götuna nú þegar með malaryfirborði og mun gatan þannig verða opin allri akandi umferð næsta misserið.
Framkvæmdin við Borgarbraut er mikilvæg innviðafjárfesting þar sem um stofnæð Borgarness er að ræða. Því eru gæði verksins framkvæmdaraðilum ofarlega í huga og verður hugað að endanlegum yfirborðsfrágangi þegar veðurfar býður upp á slíka vinnu.
Tengdar fréttir

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi
Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta í sundlaug Borgarness. Verkið felur í sér hönnun, innkaup og uppsetningu nýrra vatnsrennibrauta á núverandi undirstöður, ásamt fullnaðarfrágangi. Helstu verkliðir: Hönnun og teikningagerð Aðstöðusköpun Niðurrif eldri búnaðar Vörukaup og tilheyrandi búnaður Uppsetning vatnsrennibrauta Fullnaðarfrágangur Nýjar vatnsrennibrautir skulu tengjast núverandi stigahúsi og vera festar á núverandi undirstöður. Innifalið í verki er að útvega viðeigandi …

Ný skólabygging Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum afhent
Í gær fór fram formleg afhending á nýju og glæsilegu skólahúsnæði Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum. Um er að ræða sérstaklega ánægjulegan áfanga, en ekki að það á hverjum degi sem að nýtt grunnskólahúsnæði er tekið í notkun í dreifbýli á Íslandi. Meðal gesta voru fulltrúar undirverktaka, skólastjórnendur, starfsfólk sveitarfélagsins og fulltrúar sveitarstjórnar. Við afhendinguna afhentu forsvarsmenn Byggingafélagsins Sjamma bygginguna formlega en …