Ákveðið hefur verið að hleypa umferð á Borgarbrautina.
Miklar breytingar á framkvæmdinni hafa valdið töfum og því miður náðist ekki að malbika síðasta hluta götunnar fyrir veturinn. Þar af leiðandi var ákveðið að hleypa umferð á götuna nú þegar með malaryfirborði og mun gatan þannig verða opin allri akandi umferð næsta misserið.
Framkvæmdin við Borgarbraut er mikilvæg innviðafjárfesting þar sem um stofnæð Borgarness er að ræða. Því eru gæði verksins framkvæmdaraðilum ofarlega í huga og verður hugað að endanlegum yfirborðsfrágangi þegar veðurfar býður upp á slíka vinnu.
Tengdar fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar
Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember
Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.