
Ákveðið hefur verið að hleypa umferð á Borgarbrautina.
Miklar breytingar á framkvæmdinni hafa valdið töfum og því miður náðist ekki að malbika síðasta hluta götunnar fyrir veturinn. Þar af leiðandi var ákveðið að hleypa umferð á götuna nú þegar með malaryfirborði og mun gatan þannig verða opin allri akandi umferð næsta misserið.
Framkvæmdin við Borgarbraut er mikilvæg innviðafjárfesting þar sem um stofnæð Borgarness er að ræða. Því eru gæði verksins framkvæmdaraðilum ofarlega í huga og verður hugað að endanlegum yfirborðsfrágangi þegar veðurfar býður upp á slíka vinnu.
Tengdar fréttir

Beactive hreyfivika í Borgarbyggð árið 2025- Finndu þína hreyfingu!
Hugmyndafræði Beactive hreyfivikunnar í Borgarbyggð árið 2025 byggir á samveru fjölskyldunnar og mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Við viljum skapa vettvang þar sem öll fjölskyldan – börn, foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur, við öll – getum tekið þátt saman í skemmtilegum og hvetjandi viðburðum sem stuðla að bættri heilsu, vellíðan og tengslum. Dagskráin er fjölbreytt og aðgengileg fyrir …

Endurvinnslukort Borgarbyggðar- Ertu með kortið?
Allir fasteignaeigendur í Borgarbyggð sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis geta sótt rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka. Kortið virkar þannig að þegar komið er inn á gámasvæðið er kortið skannað, starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við. Starfsmaður gámasvæðis metur magn og tekur út …