26. október, 2023
Fréttir

Á fimmtudaginn næsta þann 5. október klukkan 17.00 kynnir Helgi Bjarnason nýútkomna bók sína Gleymd skáld og gamlar sögur, sagnaþættir úr Borgarfirði í Safnahúsi Borgarfjarðar.

Helgi sem hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu í áratugi hefur sent frá sér nokkur rit í gegnum tíðina, meðal annars bókina Við Veggjalaug sem fjallar um byggðina á Laugalandi og Varmalandi í Stafholtstungum. Þá hefur hann einnig skrifað fjölmargar greinar, meðal annars í héraðsritið Borgfirðingabók.

Í nýju bókinni fjallar Helgi meðal annars um Gleymd skáld frá Sleggjulæk og fylgir einu þeirra eftir alla leið til Kanada. Jón Sigurðsson í Tandraseli fær ríkulega umfjöllun, fjallað er um drukknanir í Þverá og í seinni hluta bókarinnar eru birtar ljósmyndir sem danskir kortagerðarmenn tóku víðsvegar um Borgarfjörð í byrjun 20.aldar ásamt sögum af fólkinu sem þar bjó.

Öll velkomin og kaffi í boði eftir kynninguna.

Tengdar fréttir

10. desember, 2025
Fréttir

Ráðstöfun frístundastyrks fyrir börn og ungmenni í Borgarbyggð

Frístundastyrkurinn er 40.000 krónur  á ári fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára og 14.000 krónur á ári fyrir börn á aldrinum 0-5 ára sem hafa lögheimili í Borgarbyggð.  Styrkupphæðin ákvarðast við gerð fjárhagsáætlunar og gildir frá 1.janúar til og með 31.desember ár hvert. Styrkinn er svo hægt að nýta til að lækka gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og …

10. desember, 2025
Fréttir

Munum endurskinsmerkin

Yfir dimmustu daga ársins er mikilvægt að minna á notkun endurskinsmerkja hjá gangandi og hjólandi vegfarendum. Borgarbyggð gaf öllum leikskólum sveitarfélagsins endurskinsmerki í byrjun skólaárs en viljum við nú koma endurskinsmerkjum á sem flesta, en upp hefur komið sú umræða að fjölga þurfi endurskinsmerkjum á vegfarendur. Í myrkri sjást óvarðir vegfarendur illa, jafnvel þar sem bæði götu- og ökulýsing er …