26. október, 2023
Fréttir

Á fimmtudaginn næsta þann 5. október klukkan 17.00 kynnir Helgi Bjarnason nýútkomna bók sína Gleymd skáld og gamlar sögur, sagnaþættir úr Borgarfirði í Safnahúsi Borgarfjarðar.

Helgi sem hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu í áratugi hefur sent frá sér nokkur rit í gegnum tíðina, meðal annars bókina Við Veggjalaug sem fjallar um byggðina á Laugalandi og Varmalandi í Stafholtstungum. Þá hefur hann einnig skrifað fjölmargar greinar, meðal annars í héraðsritið Borgfirðingabók.

Í nýju bókinni fjallar Helgi meðal annars um Gleymd skáld frá Sleggjulæk og fylgir einu þeirra eftir alla leið til Kanada. Jón Sigurðsson í Tandraseli fær ríkulega umfjöllun, fjallað er um drukknanir í Þverá og í seinni hluta bókarinnar eru birtar ljósmyndir sem danskir kortagerðarmenn tóku víðsvegar um Borgarfjörð í byrjun 20.aldar ásamt sögum af fólkinu sem þar bjó.

Öll velkomin og kaffi í boði eftir kynninguna.

Tengdar fréttir

18. desember, 2025
Fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar

Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

16. desember, 2025
Fréttir

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.