26. október, 2023
Fréttir

Á fimmtudaginn næsta þann 5. október klukkan 17.00 kynnir Helgi Bjarnason nýútkomna bók sína Gleymd skáld og gamlar sögur, sagnaþættir úr Borgarfirði í Safnahúsi Borgarfjarðar.

Helgi sem hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu í áratugi hefur sent frá sér nokkur rit í gegnum tíðina, meðal annars bókina Við Veggjalaug sem fjallar um byggðina á Laugalandi og Varmalandi í Stafholtstungum. Þá hefur hann einnig skrifað fjölmargar greinar, meðal annars í héraðsritið Borgfirðingabók.

Í nýju bókinni fjallar Helgi meðal annars um Gleymd skáld frá Sleggjulæk og fylgir einu þeirra eftir alla leið til Kanada. Jón Sigurðsson í Tandraseli fær ríkulega umfjöllun, fjallað er um drukknanir í Þverá og í seinni hluta bókarinnar eru birtar ljósmyndir sem danskir kortagerðarmenn tóku víðsvegar um Borgarfjörð í byrjun 20.aldar ásamt sögum af fólkinu sem þar bjó.

Öll velkomin og kaffi í boði eftir kynninguna.

Tengdar fréttir

2. júlí, 2025
Fréttir

Ungt fólk og lýðheilsa 2025 – Ráðstefna fyrir unga framtíðaleiðtoga

Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir árlegu ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa dagana 12.–14. september 2025 á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Félagslegir töfrar“, sem vísar til þeirra ósýnilegu en kröftugu áhrifa sem skapast í samskiptum og samveru – þar sem einstaklingar verða að hópi og samfélag verður til. Ráðstefnan er opin öllum ungum einstaklingum á aldrinum 15–25 ára, …

2. júlí, 2025
Fréttir

Starfsfólk og íbúar minnast Gísla Karlssonar, fyrrverandi sveitarstjóra og bæjarstjóra í Borgarnesi

  Gísli Karlsson fyrrverandi bæjar- og sveitarstjóri í Borgarnesi Á morgun, fimmtudag, verður borinn til grafar Gísli Karlsson fyrrverandi sveitarstjóri og bæjarstjóri í Borgarnesi. Gísli fæddist árið 1940 á Brjánslæk á Barðaströnd. Hann lauk prófi landbúnaðarhagfræði frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1968 og starfaði í að því loknu sem ráðunautur í Danmörku. Árið 1971 réð Gísli sig til starfa við Bændaskólann …