
Á fimmtudaginn næsta þann 5. október klukkan 17.00 kynnir Helgi Bjarnason nýútkomna bók sína Gleymd skáld og gamlar sögur, sagnaþættir úr Borgarfirði í Safnahúsi Borgarfjarðar.
Helgi sem hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu í áratugi hefur sent frá sér nokkur rit í gegnum tíðina, meðal annars bókina Við Veggjalaug sem fjallar um byggðina á Laugalandi og Varmalandi í Stafholtstungum. Þá hefur hann einnig skrifað fjölmargar greinar, meðal annars í héraðsritið Borgfirðingabók.
Í nýju bókinni fjallar Helgi meðal annars um Gleymd skáld frá Sleggjulæk og fylgir einu þeirra eftir alla leið til Kanada. Jón Sigurðsson í Tandraseli fær ríkulega umfjöllun, fjallað er um drukknanir í Þverá og í seinni hluta bókarinnar eru birtar ljósmyndir sem danskir kortagerðarmenn tóku víðsvegar um Borgarfjörð í byrjun 20.aldar ásamt sögum af fólkinu sem þar bjó.
Öll velkomin og kaffi í boði eftir kynninguna.
Tengdar fréttir

Rafmagnsleysi Kleppjárnsreykjum
Rafmagnslaust verður í hluta Kleppjárnsreykja þann 20.10.2025 frá kl 15:00 til kl 17:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Starfamessa 2025
Starfamessa fór fram í Hjálmakletti, Borgarnesi þann 14. október sl. Starfamessan er vettvangur þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna fjölbreytt störf, starfsgreinar og menntunarmöguleika fyrir nemendum og öðrum áhugasömum. Um fjörutíu fyrirtæki og stofnanir tóku þátt, þar sem starfsemi þeirra var kynnt fyrir nemendum úr tveimur elstu bekkjum grunnskólanna í héraðinu. Að því loknu, eða upp úr hádegi bauðst …