26. október, 2023
Fréttir

Á fimmtudaginn næsta þann 5. október klukkan 17.00 kynnir Helgi Bjarnason nýútkomna bók sína Gleymd skáld og gamlar sögur, sagnaþættir úr Borgarfirði í Safnahúsi Borgarfjarðar.

Helgi sem hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu í áratugi hefur sent frá sér nokkur rit í gegnum tíðina, meðal annars bókina Við Veggjalaug sem fjallar um byggðina á Laugalandi og Varmalandi í Stafholtstungum. Þá hefur hann einnig skrifað fjölmargar greinar, meðal annars í héraðsritið Borgfirðingabók.

Í nýju bókinni fjallar Helgi meðal annars um Gleymd skáld frá Sleggjulæk og fylgir einu þeirra eftir alla leið til Kanada. Jón Sigurðsson í Tandraseli fær ríkulega umfjöllun, fjallað er um drukknanir í Þverá og í seinni hluta bókarinnar eru birtar ljósmyndir sem danskir kortagerðarmenn tóku víðsvegar um Borgarfjörð í byrjun 20.aldar ásamt sögum af fólkinu sem þar bjó.

Öll velkomin og kaffi í boði eftir kynninguna.

Tengdar fréttir

18. nóvember, 2025
Fréttir

Í skóginum búa litlar verur

Barnó! – Barnamenningarhátíð á Vesturlandi var í ár haldin í fyrsta sinn sem sameiginlegt verkefni allra sveitarfélaga á Vesturlandi. Hátíðin stóð yfir frá 9. október til 14. nóvember og bauð upp á fjölbreytta dagskrá; sirkuslistir, tónlist, bókmenntir, myndlist, leiklist, auk ýmissa smiðja og sýninga þar sem börn tóku sjálf virkan þátt. Í Skallagrímsgarði var meðal annars sett upp skemmtileg listasýning …

18. nóvember, 2025
Fréttir

Ormahreinsun hunda og katta í Borgarbyggð 

Ormahreinsun hunda og katta í Borgarbyggð fer fram á næstu dögum og eru gæludýraeigendur hvattir til að mæta með dýr sín í hreinsun. 24. nóvember í áhaldahúsi að Sólbakka 4 Fyrir hunda kl.16:30-19:00. Fyrir ketti kl. 19:15-20:15. 25. nóvember Hvanneyri í “gamla BÚT-húsinu“ Klukkan 16:30-19:00. 2. desember í áhaldahúsi að Sólbakka 4 Klukkan 17:00-19:00. Þjónustan er gjaldfrjáls fyrir þá sem …