26. október, 2023
Fréttir

Guðrún Hildur Rosenkjær klæðskeri og sagnfræðingur heldur kynningu á búningum kvenna á 18. og 19. öld sem byggist á rannsóknum hennar síðastliðin 25 ár, í Safnahúsi Borgarfjarðar 9. september kl. 14.00

Fatagerð á heimilum var gríðarlega mikilvæg fyrir Íslendinga öldum saman. Konur áttu stóran þátt í fatagerðinni og verkþekking lærðist milli kynslóða. Hversdagsfatnaður var mikilvægur en eins og sagan sýnir var einnig mikil vinna lögð í betri fatnað þar sem konur fengu tækifæri til að tjá sig á listrænan máta með fjölbreyttum skreytiaðferðum.

Fjallað verður um fatagerðina, tískuna og erlend áhrif en einnig sögu kvennanna sem er skráð í handverki þeirra og búningum.

Allir velkomnir og heitt á könnunni.

Tengdar fréttir

21. nóvember, 2025
Fréttir

Borgarbyggð innleiðir stafrænt vinnuafl

Nýlega hóf sveitarfélagið Borgarbyggð innleiðingu á stafrænu vinnuafli til að sjálfvirknivæða endurtekin verkefni og auka skilvirkni í þjónustu. Um er að ræða eins konar stafræna gervigreind sem vinnur verkefni í kerfum sveitarfélagsins. Fyrstu verkefni stafræna vinnuaflsins hjá Borgarbyggð er afstemmning lánadrottna og kröfuvöktun. Kostir innleiðingar stafræns vinnuafls eru meðal annars: Ávinningur kemur strax fram – þetta er í raun nýr …

20. nóvember, 2025
Fréttir

Íbúafundur um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar

Borgarbyggð boðar til íbúafundar þar sem kynnt verður tillaga að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2026 og framkvæmdaáætlun næstu þriggja ára. Tillagan hefur þegar farið í gegn um fyrri umræðu í sveitarstjórn og áætlað er að taka hana til síðari umræðu 13. desember nk. Á fundinum verður farið yfir rekstur yfirstandandi árs, stöðu framkvæmda og helstu áherslur komandi árs. Sveitarstjóri mun …