Guðrún Hildur Rosenkjær klæðskeri og sagnfræðingur heldur kynningu á búningum kvenna á 18. og 19. öld sem byggist á rannsóknum hennar síðastliðin 25 ár, í Safnahúsi Borgarfjarðar 9. september kl. 14.00
Fatagerð á heimilum var gríðarlega mikilvæg fyrir Íslendinga öldum saman. Konur áttu stóran þátt í fatagerðinni og verkþekking lærðist milli kynslóða. Hversdagsfatnaður var mikilvægur en eins og sagan sýnir var einnig mikil vinna lögð í betri fatnað þar sem konur fengu tækifæri til að tjá sig á listrænan máta með fjölbreyttum skreytiaðferðum.
Fjallað verður um fatagerðina, tískuna og erlend áhrif en einnig sögu kvennanna sem er skráð í handverki þeirra og búningum.
Allir velkomnir og heitt á könnunni.
Tengdar fréttir

Ráðstöfun frístundastyrks fyrir börn og ungmenni í Borgarbyggð
Frístundastyrkurinn er 40.000 krónur á ári fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára og 14.000 krónur á ári fyrir börn á aldrinum 0-5 ára sem hafa lögheimili í Borgarbyggð. Styrkupphæðin ákvarðast við gerð fjárhagsáætlunar og gildir frá 1.janúar til og með 31.desember ár hvert. Styrkinn er svo hægt að nýta til að lækka gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og …

Munum endurskinsmerkin
Yfir dimmustu daga ársins er mikilvægt að minna á notkun endurskinsmerkja hjá gangandi og hjólandi vegfarendum. Borgarbyggð gaf öllum leikskólum sveitarfélagsins endurskinsmerki í byrjun skólaárs en viljum við nú koma endurskinsmerkjum á sem flesta, en upp hefur komið sú umræða að fjölga þurfi endurskinsmerkjum á vegfarendur. Í myrkri sjást óvarðir vegfarendur illa, jafnvel þar sem bæði götu- og ökulýsing er …