Guðrún Hildur Rosenkjær klæðskeri og sagnfræðingur heldur kynningu á búningum kvenna á 18. og 19. öld sem byggist á rannsóknum hennar síðastliðin 25 ár, í Safnahúsi Borgarfjarðar 9. september kl. 14.00
Fatagerð á heimilum var gríðarlega mikilvæg fyrir Íslendinga öldum saman. Konur áttu stóran þátt í fatagerðinni og verkþekking lærðist milli kynslóða. Hversdagsfatnaður var mikilvægur en eins og sagan sýnir var einnig mikil vinna lögð í betri fatnað þar sem konur fengu tækifæri til að tjá sig á listrænan máta með fjölbreyttum skreytiaðferðum.
Fjallað verður um fatagerðina, tískuna og erlend áhrif en einnig sögu kvennanna sem er skráð í handverki þeirra og búningum.
Allir velkomnir og heitt á könnunni.
Tengdar fréttir

Rósa Marinósdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenninguna fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu íþróttaiðkunar ungs fólks um allt land og mikilvægt framlag til samfélagsmála í heimabyggð. Rósa hefur starfað sem sjálfboðaliði undir merkjum Ungmennafélagsins Íslendings og Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) frá árinu 1980. Framlag Rósu til félags- og …

Rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka
Vegna tæknilegra örðuleika er ekki hægt að afhenda rafrænklippikort vegna gámstöðvar til þeirra sem ekki hafa þegar sótt sitt kort. Unnið er að lausn á málinu og við munum uppfæra stöðuna um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.