Bjartur lífsstíll er samstarfsverkefni ÍSÍ og LEB, styrkt af Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Markmið verkefnisins er að birta hreyfiúrræði fyrir fólk 60 ára og eldra á einum stað á vefsíðunni www.island.is, sem er ein helsta upplýsingaveita opinberra aðila á Íslandi. Sveitarfélög bera ábyrgð á að tryggja að upplýsingar um hreyfiúrræði fyrir eldri borgara séu uppfærðar í samvinnu við skipuleggjendur hreyfiúrræðanna, sem stuðlar að skilvirkni og sjálfbærni verkefnisins.
Nú er hafin söfnun upplýsinga um öll hreyfiúrræði fyrir 60+ í Borgarbyggð, og viljum við biðja alla sem halda utan um slík úrræði að senda upplýsingar á netfangið felagsradgjof@borgarbyggd.is.
Upplýsingar sem þarf að senda inn eru:
- Heiti og tegund hreyfiúrræðis
- Dagar og tímasetningar
- Staðsetning
- Kostnaður (ef við á)
- Tímabil (ef úrræðið er bundið við ákveðið tímabil)
- Tengiliðaupplýsingar ábyrgðaraðila
Við þökkum fyrir samstarfið og vonumst til að geta safnað saman sem flestum úrræðum til að auðvelda eldri borgurum að finna sér viðeigandi hreyfingu.
Tengdar fréttir

Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð
Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2026. Álagningarseðlar eru á Mínar síður – Pósthólf á island.is Álagningarseðlar hafa verið sendir í pósti til fasteignaeigenda sem eru 78 ára og eldri. Nánari upplýsingar um gjaldskrár eru á heimasíðu Borgarbyggðar, borgarbyggd.is, þeir sem þess óska geta haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla á pappír. Gjalddagar eru tíu, sá …

Framkvæmdir og sprengingar við Birkiklett
Í næstu viku hefjast sprengingar við Birkiklett í Borgarnesi. Áætlað er að sprengingar hefjast mánudaginn 2. febrúar næstkomandi. Sprengt verður kl. 11:30 og/eða 15:30 daglega. Íbúar og ferðamenn eru beðnir um að fylgja reglum og virða lokun svæðisins á meðan sprengingum stendur. Framkvæmdaraðilar og Borgarbyggð þakka skilning á þeim óþægindum sem framkvæmdunum kann að fylgja