22. október, 2024
Fréttir

Bjartur lífsstíll er samstarfsverkefni ÍSÍ og LEB, styrkt af Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Markmið verkefnisins er að birta hreyfiúrræði fyrir fólk 60 ára og eldra á einum stað á vefsíðunni www.island.is, sem er ein helsta upplýsingaveita opinberra aðila á Íslandi. Sveitarfélög bera ábyrgð á að tryggja að upplýsingar um hreyfiúrræði fyrir eldri borgara séu uppfærðar í samvinnu við skipuleggjendur hreyfiúrræðanna, sem stuðlar að skilvirkni og sjálfbærni verkefnisins.

Nú er hafin söfnun upplýsinga um öll hreyfiúrræði fyrir 60+ í Borgarbyggð, og viljum við biðja alla sem halda utan um slík úrræði að senda upplýsingar á netfangið felagsradgjof@borgarbyggd.is.

Upplýsingar sem þarf að senda inn eru:

  • Heiti og tegund hreyfiúrræðis
  • Dagar og tímasetningar
  • Staðsetning
  • Kostnaður (ef við á)
  • Tímabil (ef úrræðið er bundið við ákveðið tímabil)
  • Tengiliðaupplýsingar ábyrgðaraðila

Við þökkum fyrir samstarfið og vonumst til að geta safnað saman sem flestum úrræðum til að auðvelda eldri borgurum að finna sér viðeigandi hreyfingu.

Tengdar fréttir

6. janúar, 2026
Fréttir

Rósa Marinósdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenninguna fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu íþróttaiðkunar ungs fólks um allt land og mikilvægt framlag til samfélagsmála í heimabyggð. Rósa hefur starfað sem sjálfboðaliði undir merkjum Ungmennafélagsins Íslendings og Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) frá árinu 1980. Framlag Rósu til félags- og …

6. janúar, 2026
Fréttir

Rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka

Vegna tæknilegra örðuleika er ekki hægt að afhenda rafrænklippikort vegna gámstöðvar til þeirra sem ekki hafa þegar sótt sitt kort. Unnið er að lausn á málinu og við munum uppfæra stöðuna um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.