
Bjartur lífsstíll er samstarfsverkefni ÍSÍ og LEB, styrkt af Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Markmið verkefnisins er að birta hreyfiúrræði fyrir fólk 60 ára og eldra á einum stað á vefsíðunni www.island.is, sem er ein helsta upplýsingaveita opinberra aðila á Íslandi. Sveitarfélög bera ábyrgð á að tryggja að upplýsingar um hreyfiúrræði fyrir eldri borgara séu uppfærðar í samvinnu við skipuleggjendur hreyfiúrræðanna, sem stuðlar að skilvirkni og sjálfbærni verkefnisins.
Nú er hafin söfnun upplýsinga um öll hreyfiúrræði fyrir 60+ í Borgarbyggð, og viljum við biðja alla sem halda utan um slík úrræði að senda upplýsingar á netfangið felagsradgjof@borgarbyggd.is.
Upplýsingar sem þarf að senda inn eru:
- Heiti og tegund hreyfiúrræðis
- Dagar og tímasetningar
- Staðsetning
- Kostnaður (ef við á)
- Tímabil (ef úrræðið er bundið við ákveðið tímabil)
- Tengiliðaupplýsingar ábyrgðaraðila
Við þökkum fyrir samstarfið og vonumst til að geta safnað saman sem flestum úrræðum til að auðvelda eldri borgurum að finna sér viðeigandi hreyfingu.
Tengdar fréttir

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025
Árlega er viðkurkenning veitt fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní. Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir ung Borgfirsk sviðlistakona sem steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir það hóf hún framhaldsnám við Söngskólann í …

Þakkir við starfslok
Mikil tímamót urðu í sögu Grunnskólans í Borgarnesi nú í vor við lok skólaárs þegar þrír kennarar létu af störfum vegna aldurs, eftir langan og farsælan starfsferil. Kristín Valgarðsdóttir deildarstjóri unglingastigs, Ragnhildur Kristín Einarsdóttir aðstoðarskólastjóri og Guðrún Rebekka Kristjánsdóttir sérkennari luku glæsilegum ferli í kennslu eftir mörg ár í skólaumhverfinu. Kristín Valgarðsdóttir hefur starfað við Grunnskólann í Borgarnesi í 18 ár, Ragnhildur Kristín Einarsdóttir í 26 ár og Guðrún Rebekka Kristjánsdóttir í 29 ár. Samanalagt hafa þær varið um 73 árum í Grunnskólanum í Borgarnesi. Borgarbyggð vill þakka þessum frábæru kennurum …