Bjartur lífsstíll er samstarfsverkefni ÍSÍ og LEB, styrkt af Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Markmið verkefnisins er að birta hreyfiúrræði fyrir fólk 60 ára og eldra á einum stað á vefsíðunni www.island.is, sem er ein helsta upplýsingaveita opinberra aðila á Íslandi. Sveitarfélög bera ábyrgð á að tryggja að upplýsingar um hreyfiúrræði fyrir eldri borgara séu uppfærðar í samvinnu við skipuleggjendur hreyfiúrræðanna, sem stuðlar að skilvirkni og sjálfbærni verkefnisins.
Nú er hafin söfnun upplýsinga um öll hreyfiúrræði fyrir 60+ í Borgarbyggð, og viljum við biðja alla sem halda utan um slík úrræði að senda upplýsingar á netfangið felagsradgjof@borgarbyggd.is.
Upplýsingar sem þarf að senda inn eru:
- Heiti og tegund hreyfiúrræðis
- Dagar og tímasetningar
- Staðsetning
- Kostnaður (ef við á)
- Tímabil (ef úrræðið er bundið við ákveðið tímabil)
- Tengiliðaupplýsingar ábyrgðaraðila
Við þökkum fyrir samstarfið og vonumst til að geta safnað saman sem flestum úrræðum til að auðvelda eldri borgurum að finna sér viðeigandi hreyfingu.
Tengdar fréttir

Tilkynning frá Veitum
Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu
Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.