22. október, 2024
Fréttir

Bjartur lífsstíll er samstarfsverkefni ÍSÍ og LEB, styrkt af Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Markmið verkefnisins er að birta hreyfiúrræði fyrir fólk 60 ára og eldra á einum stað á vefsíðunni www.island.is, sem er ein helsta upplýsingaveita opinberra aðila á Íslandi. Sveitarfélög bera ábyrgð á að tryggja að upplýsingar um hreyfiúrræði fyrir eldri borgara séu uppfærðar í samvinnu við skipuleggjendur hreyfiúrræðanna, sem stuðlar að skilvirkni og sjálfbærni verkefnisins.

Nú er hafin söfnun upplýsinga um öll hreyfiúrræði fyrir 60+ í Borgarbyggð, og viljum við biðja alla sem halda utan um slík úrræði að senda upplýsingar á netfangið felagsradgjof@borgarbyggd.is.

Upplýsingar sem þarf að senda inn eru:

  • Heiti og tegund hreyfiúrræðis
  • Dagar og tímasetningar
  • Staðsetning
  • Kostnaður (ef við á)
  • Tímabil (ef úrræðið er bundið við ákveðið tímabil)
  • Tengiliðaupplýsingar ábyrgðaraðila

Við þökkum fyrir samstarfið og vonumst til að geta safnað saman sem flestum úrræðum til að auðvelda eldri borgurum að finna sér viðeigandi hreyfingu.

Tengdar fréttir

4. desember, 2025
Fréttir

Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3

Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …

4. desember, 2025
Fréttir

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026

Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér:  Reglur um …