
Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.
Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu og með landsbyggðarvögnum þann daginn.
Þema samgönguviku í ár er Samgöngur fyrir öll
Hluti átaksins er bíllausi dagurinn sem er haldinn 22. september. Þá eru öll, einstaklingar, fyrirtæki, félagsamtök, stofnanir og sveitarfélög hvött til að taka þátt.
Íbúar í Borgarbyggð eru hvattir til að leggja sitt af mörkum og skillja bílinn eftir heima.
Tengdar fréttir

Snyrting á trjám og runnum við götur og gangstéttir
Það er öllum mikilvægt að geta komist örugglega og greiðlega um götur, gangstéttar og stíga bæjarins. Á sumum stöðum nær trjágróður út fyrir lóðarmörk og veldur vandræðum fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur. Í sumum tilvikum skyggir hann jafnvel á umferðarmerki, götuheiti eða lýsingu. Lóðarhafa er skylt samkvæmt gr. 7.2.2. í byggingarreglugerð að halda vexti trjáa og runna á lóðinni …