
EFLA, fyrir hönd Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um þáttökurétt í lokuðu alútboði vegna hönnunar og byggingar á um 4065 m2 fjölnota íþróttahúsi á núverandi æfingarsvæði Skallagríms í Borgarnesi. Íþróttahúsið mun hýsa gervigrasvöll sem verður 42x62m að stærð, æfingaaðstöðu fyrir frjálsar íþróttir sem samanstendur af hlaupabrautum, sandgryfju og kasthring. Í húsnæðinu verður salernisaðstaða, geymslur og anddyri í hliðarrýmum milli spyrnuveggja en lágbygging mun hýsa áhaldageymslu, tæknirými og aðstöðu starfsfólks.
Helstu verkþættir eru:
- Fullnaðarhönnun húss og lóðar
- Aðstöðusköpun og bráðabirgða aðgengi
- Jarðvinna
- Uppsteypa og reising burðavirkis
- Frágangur utanhúss
- Frágangur innanhúss þ.m.t lagnakerfa
- Frágangur á gervigrasi, hlaupa- og göngubraut
- Frágangur lóðar
Forvalsgögn fást afhent rafrænt með því að senda tölvupóst á Orra Jónsson, orri.jons@efla.is frá og með þriðjudeginum 2. júlí 2024.
Skilafrestur umsókna er 20. ágúst 2024, klukkan 13:00.
Tengdar fréttir

Aníta Björk Ontiveros er fjallkona Borgarnes 2025
Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún …

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025
Árlega er viðurkenning veitt fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní. Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðlistakona er fædd þann 15. apríl árið 1994 og steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir …