EFLA, fyrir hönd Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um þáttökurétt í lokuðu alútboði vegna hönnunar og byggingar á um 4065 m2 fjölnota íþróttahúsi á núverandi æfingarsvæði Skallagríms í Borgarnesi. Íþróttahúsið mun hýsa gervigrasvöll sem verður 42x62m að stærð, æfingaaðstöðu fyrir frjálsar íþróttir sem samanstendur af hlaupabrautum, sandgryfju og kasthring. Í húsnæðinu verður salernisaðstaða, geymslur og anddyri í hliðarrýmum milli spyrnuveggja en lágbygging mun hýsa áhaldageymslu, tæknirými og aðstöðu starfsfólks.
Helstu verkþættir eru:
- Fullnaðarhönnun húss og lóðar
- Aðstöðusköpun og bráðabirgða aðgengi
- Jarðvinna
- Uppsteypa og reising burðavirkis
- Frágangur utanhúss
- Frágangur innanhúss þ.m.t lagnakerfa
- Frágangur á gervigrasi, hlaupa- og göngubraut
- Frágangur lóðar
Forvalsgögn fást afhent rafrænt með því að senda tölvupóst á Orra Jónsson, orri.jons@efla.is frá og með þriðjudeginum 2. júlí 2024.
Skilafrestur umsókna er 20. ágúst 2024, klukkan 13:00.
Tengdar fréttir

Tilkynning frá Veitum
Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu
Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.