EFLA, fyrir hönd Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um þáttökurétt í lokuðu alútboði vegna hönnunar og byggingar á um 4065 m2 fjölnota íþróttahúsi á núverandi æfingarsvæði Skallagríms í Borgarnesi. Íþróttahúsið mun hýsa gervigrasvöll sem verður 42x62m að stærð, æfingaaðstöðu fyrir frjálsar íþróttir sem samanstendur af hlaupabrautum, sandgryfju og kasthring. Í húsnæðinu verður salernisaðstaða, geymslur og anddyri í hliðarrýmum milli spyrnuveggja en lágbygging mun hýsa áhaldageymslu, tæknirými og aðstöðu starfsfólks.
Helstu verkþættir eru:
- Fullnaðarhönnun húss og lóðar
- Aðstöðusköpun og bráðabirgða aðgengi
- Jarðvinna
- Uppsteypa og reising burðavirkis
- Frágangur utanhúss
- Frágangur innanhúss þ.m.t lagnakerfa
- Frágangur á gervigrasi, hlaupa- og göngubraut
- Frágangur lóðar
Forvalsgögn fást afhent rafrænt með því að senda tölvupóst á Orra Jónsson, orri.jons@efla.is frá og með þriðjudeginum 2. júlí 2024.
Skilafrestur umsókna er 20. ágúst 2024, klukkan 13:00.
Tengdar fréttir
Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð
Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð hefur ákveðið að styrkja börn og ungmenni um heilsukort sem gildir út árið 2025. Heilsukortið veitir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og börn í 7.bekk -18 ára fá frítt í sund og þreksalinn. Þessa vikuna eru Sigga Dóra, íþrótta og tómstundafulltrúi og Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur að fara í heimsókn í grunnskólana og afhenda börnum Heilsukortið og ræða …
Íris Inga Grönfeldt sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!