18. júní, 2025
Fréttir

Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum.
Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún flutti ljóðið fyrir heimilismenn. Hún hlaut mikið lof og innilegt þakklæti fyrir.

Aníta Björk Ontiveros er uppalin í Borgarbyggð og stundaði þar nám við grunnskóla í Borgarbyggð. Eftir útskrift hóf hún nám við Kvennaskólann í Reykjavík, þaðan sem hún lauk stúdentsprófi nú í vor. Aníta var virk í félagsstörfum skólans og tók meðal annars þátt í uppsetningu Kvennaskólans á Lígally Blonde (e. Legally Blonde).

Aníta er elst systkina sinna og verður 19 ára í júlí.
Hún er öflug í starfi björgunarsveitarinnar Brákar og stundar jafnframt dans við dans stúdíó World Class.

Við óskum Anítu innilega góðs gengis í framtíðinni og því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Tengdar fréttir

2. júlí, 2025
Fréttir

Ungt fólk og lýðheilsa 2025 – Ráðstefna fyrir unga framtíðaleiðtoga

Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir árlegu ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa dagana 12.–14. september 2025 á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Félagslegir töfrar“, sem vísar til þeirra ósýnilegu en kröftugu áhrifa sem skapast í samskiptum og samveru – þar sem einstaklingar verða að hópi og samfélag verður til. Ráðstefnan er opin öllum ungum einstaklingum á aldrinum 15–25 ára, …

2. júlí, 2025
Fréttir

Starfsfólk og íbúar minnast Gísla Karlssonar, fyrrverandi sveitarstjóra og bæjarstjóra í Borgarnesi

  Gísli Karlsson fyrrverandi bæjar- og sveitarstjóri í Borgarnesi Á morgun, fimmtudag, verður borinn til grafar Gísli Karlsson fyrrverandi sveitarstjóri og bæjarstjóri í Borgarnesi. Gísli fæddist árið 1940 á Brjánslæk á Barðaströnd. Hann lauk prófi landbúnaðarhagfræði frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1968 og starfaði í að því loknu sem ráðunautur í Danmörku. Árið 1971 réð Gísli sig til starfa við Bændaskólann …