Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða í Borgarbyggð samkvæmt skilmálum útboðsins. Um er að ræða samþætta akstursþjónustu fyrir þá sem eiga rétt á akstursþjónustu samkvæmt reglum sveitarfélagsins.
Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á útboðsvefnum á vefslóðinni:
https://tendsign.com/doc.aspx?MeFormsNoticeId=30722&GoTo=Tender
Hafa skal í huga að tilboðfrestir geta tekið breytingum og eru allar slíkar breytingar eingöngu tilkynntar inn á útboðsvefnum og gildir sá tími sem þar er tiltekinn.
Tengdar fréttir

Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð
Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2026. Álagningarseðlar eru á Mínar síður – Pósthólf á island.is Álagningarseðlar hafa verið sendir í pósti til fasteignaeigenda sem eru 78 ára og eldri. Nánari upplýsingar um gjaldskrár eru á heimasíðu Borgarbyggðar, borgarbyggd.is, þeir sem þess óska geta haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla á pappír. Gjalddagar eru tíu, sá …

Framkvæmdir og sprengingar við Birkiklett
Í næstu viku hefjast sprengingar við Birkiklett í Borgarnesi. Áætlað er að sprengingar hefjast mánudaginn 2. febrúar næstkomandi. Sprengt verður kl. 11:30 og/eða 15:30 daglega. Íbúar og ferðamenn eru beðnir um að fylgja reglum og virða lokun svæðisins á meðan sprengingum stendur. Framkvæmdaraðilar og Borgarbyggð þakka skilning á þeim óþægindum sem framkvæmdunum kann að fylgja