Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða í Borgarbyggð samkvæmt skilmálum útboðsins. Um er að ræða samþætta akstursþjónustu fyrir þá sem eiga rétt á akstursþjónustu samkvæmt reglum sveitarfélagsins.
Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á útboðsvefnum á vefslóðinni:
https://tendsign.com/doc.aspx?MeFormsNoticeId=30722&GoTo=Tender
Hafa skal í huga að tilboðfrestir geta tekið breytingum og eru allar slíkar breytingar eingöngu tilkynntar inn á útboðsvefnum og gildir sá tími sem þar er tiltekinn.
Tengdar fréttir

Jólagjöf til starfsfólks Borgarbyggðar
Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulagið verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 15.000 kr. ásamt upptalningu á fyrirtækjum sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi …

Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarbyggð
Fimmtudaginn 6. nóvember nk. verður haldið reisugildi við nýja fjölnota íþróttahúsið í Borgarbyggð, í tilefni þess að búið sé að loka húsinu. Hvetjum við öll til að mæta og skoða svæðið, boðið er upp á veitingar og léttar íþróttastöðvar þar sem hægt verður að sýna takta sína. Framkvæmdir við húsið hófust formlega með skóflustungu þann 20. mars síðastliðin en með …