10. júní, 2024
Tilkynningar

Á morgun, þriðjudaginn 11. Júní eru áætlaðar áframhaldandi malbiksviðgerðir á Borgarbraut.

Stefnt er á að fræsa yfirborð Borgarbrautar, um 75 metra kafla frá gatnamótum Borgarbrautar og Böðvarsgötu, sjá meðfylgjandi mynd.

Lokað verður fyrir umferð um þennan kafla milli 9:00 og 16:00 og verður hjáleið um Kjartansgötu/Þorsteinsgötu/Skallagrímsgötu á meðan framkvæmdum stendur.

Borgarbyggð þakkar fyrir skilning og þolinmæði og biður vegfarendur áfram um að sýna tillitsemi og varkárni.

Tengdar fréttir

2. janúar, 2026
Fréttir

Þrettándagleði í Borgarnesi

18. desember, 2025
Fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar

Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …