10. júní, 2024
Tilkynningar

Á morgun, þriðjudaginn 11. Júní eru áætlaðar áframhaldandi malbiksviðgerðir á Borgarbraut.

Stefnt er á að fræsa yfirborð Borgarbrautar, um 75 metra kafla frá gatnamótum Borgarbrautar og Böðvarsgötu, sjá meðfylgjandi mynd.

Lokað verður fyrir umferð um þennan kafla milli 9:00 og 16:00 og verður hjáleið um Kjartansgötu/Þorsteinsgötu/Skallagrímsgötu á meðan framkvæmdum stendur.

Borgarbyggð þakkar fyrir skilning og þolinmæði og biður vegfarendur áfram um að sýna tillitsemi og varkárni.

Tengdar fréttir

5. janúar, 2026
Fréttir

Jólahús og jólagata Borgarbyggðar 2025

Jólahús Borgarbyggðar 2025 er Garðavík 9 í Borgarnesi. Það er niðurstaða jólaleiks sem stóð yfir á heimasíðu Borgarbyggðar í desember. Þar búa hjónin Dóra Gísladóttir og Jakob Guðmundsson, en húsið þeirra, gluggar og garðurinn er fagurlega skreytt af miklum metnaði.  Sjón er sögu ríkari og sannarlega þess virði að líta á húsið og garðinn í Garðavík. Við óskum þeim innilega til hamingju …

2. janúar, 2026
Fréttir

Þrettándagleði í Borgarnesi