10. júní, 2024
Tilkynningar

Á morgun, þriðjudaginn 11. Júní eru áætlaðar áframhaldandi malbiksviðgerðir á Borgarbraut.

Stefnt er á að fræsa yfirborð Borgarbrautar, um 75 metra kafla frá gatnamótum Borgarbrautar og Böðvarsgötu, sjá meðfylgjandi mynd.

Lokað verður fyrir umferð um þennan kafla milli 9:00 og 16:00 og verður hjáleið um Kjartansgötu/Þorsteinsgötu/Skallagrímsgötu á meðan framkvæmdum stendur.

Borgarbyggð þakkar fyrir skilning og þolinmæði og biður vegfarendur áfram um að sýna tillitsemi og varkárni.

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.