27. september, 2024
Fréttir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er opin fyrir umsóknir til 15.október n.k.
– sjá nánar á vef Ferðamálastofu

  • Áhersla ráðherra í úthlutun fyrir framkvæmdaárið 2025 er: “ minna sótt svæði og lengingu ferðatímabils“ auk hefðbundinna áherslna sem tilgreindar eru í lögum um sjóðinn s.s. verndun náttúru, öryggi ferðafólks og uppbyggingu innviða  – en einnig er áhersla á það að viðkomandi verkefni sem sótt er um styrk fyrir sé tilgreint í áfangastaðaáætlun viðkomandi landshluta.
  • Ef þú ætlar að senda inn umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þá er mikilvægt að skoða hvort fyrirhugað verkefni sem þú ert að sækja um styrk til að vinna sé ekki örugglega á lista í Áfangastaðaáætlun Vesturlands, sjá: Áfangastaðaáætlun Vesturlands  – ef verkefnið er ekki þar  – hafðu þá samband við okkur.
  • Vonandi verða margar umsóknir sendar inn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða frá Vesturlandi í haust  – endilega hafið samband ef það er eitthvað að vefjast fyrir ykkur  – gangi ykkur vel.

Tengdar fréttir

31. október, 2025
Fréttir

Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarbyggð

Fimmtudaginn 6. nóvember nk. verður haldið reisugildi við nýja fjölnota íþróttahúsið í Borgarbyggð, í tilefni þess að búið sé að loka húsinu. Hvetjum við öll til að mæta og skoða svæðið, boðið er upp á veitingar og léttar íþróttastöðvar þar sem hægt verður að sýna takta sína. Framkvæmdir við húsið hófust formlega með skóflustungu þann 20. mars síðastliðin en með …

30. október, 2025
Fréttir

Hlýnandi veður og möguleg asahláka um helgina

Vakin er athygli á að hlýnandi veður er spáð á morgun (31.10) og um helgina. Búast má við mögulegri asahláku. Slíkt getur skapað hálku og leysingar á götum, stígum og lóðum, sérstaklega þar sem klaki og snjór bráðna hratt. Íbúar eru hvattir til að tryggja að niðurföll við heimili þeirra séu opin og laus við snjó og klaka, svo frárennsli …