Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er opin fyrir umsóknir til 15.október n.k.
– sjá nánar á vef Ferðamálastofu
- Áhersla ráðherra í úthlutun fyrir framkvæmdaárið 2025 er: “ minna sótt svæði og lengingu ferðatímabils“ auk hefðbundinna áherslna sem tilgreindar eru í lögum um sjóðinn s.s. verndun náttúru, öryggi ferðafólks og uppbyggingu innviða – en einnig er áhersla á það að viðkomandi verkefni sem sótt er um styrk fyrir sé tilgreint í áfangastaðaáætlun viðkomandi landshluta.
- Ef þú ætlar að senda inn umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þá er mikilvægt að skoða hvort fyrirhugað verkefni sem þú ert að sækja um styrk til að vinna sé ekki örugglega á lista í Áfangastaðaáætlun Vesturlands, sjá: Áfangastaðaáætlun Vesturlands – ef verkefnið er ekki þar – hafðu þá samband við okkur.
- Til að létta undir umsóknarvinnunni – þá höfum við útbúið leiðbeiningar- og vinnuskjöl sem þeir sem vilja geta nýtt sér, sjá: Leiðbeininga- og vinnuskjöl fyrir umsóknarvinnu í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
- Vonandi verða margar umsóknir sendar inn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða frá Vesturlandi í haust – endilega hafið samband ef það er eitthvað að vefjast fyrir ykkur – gangi ykkur vel.
Tengdar fréttir

Rafmagnslaust frá Tungulæk að Fíflholti og frá Rauðkollsstöðum að Fíflholti þann 22.1.2026
Vegna vinnu við niðurrif á eldra dreifikerfi verður rafmagnslaust frá Tungulæk að Fíflholti frá kl. 9:30 til kl. 10:30 þann 22.1.2026. Einnig verður rafmagnslaust frá Rauðkollsstöðum að Fíflholti frá kl.13:00 til 14:00 sama dag (22.1.2026) Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma meðan á framkvæmd stendur vegna prófana. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528 9000. Kort af svæðinu má …

Sigurður Kristjánsson ráðinn fjármálastjóri Borgarbyggðar
Sigurður Kristjánsson hefur tekið við stöðu fjármálastjóra Borgarbyggðar en hann hóf störf í dag, 20. janúar. Sigurður er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og býr yfir yfirgripsmikilli reynslu af fjármálastýringu. Hann starfaði sem fjármálastjóri Lyfju á árunum 2000–2024 og hefur þar með áratuga reynslu af fjármálum og rekstri stórra fyrirtækja. Undanfarin misseri starfaði hann jafnframt sem sviðsstjóri …