Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er opin fyrir umsóknir til 15.október n.k.
– sjá nánar á vef Ferðamálastofu
- Áhersla ráðherra í úthlutun fyrir framkvæmdaárið 2025 er: “ minna sótt svæði og lengingu ferðatímabils“ auk hefðbundinna áherslna sem tilgreindar eru í lögum um sjóðinn s.s. verndun náttúru, öryggi ferðafólks og uppbyggingu innviða – en einnig er áhersla á það að viðkomandi verkefni sem sótt er um styrk fyrir sé tilgreint í áfangastaðaáætlun viðkomandi landshluta.
- Ef þú ætlar að senda inn umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þá er mikilvægt að skoða hvort fyrirhugað verkefni sem þú ert að sækja um styrk til að vinna sé ekki örugglega á lista í Áfangastaðaáætlun Vesturlands, sjá: Áfangastaðaáætlun Vesturlands – ef verkefnið er ekki þar – hafðu þá samband við okkur.
- Til að létta undir umsóknarvinnunni – þá höfum við útbúið leiðbeiningar- og vinnuskjöl sem þeir sem vilja geta nýtt sér, sjá: Leiðbeininga- og vinnuskjöl fyrir umsóknarvinnu í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
- Vonandi verða margar umsóknir sendar inn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða frá Vesturlandi í haust – endilega hafið samband ef það er eitthvað að vefjast fyrir ykkur – gangi ykkur vel.
Tengdar fréttir

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi
Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta í sundlaug Borgarness. Verkið felur í sér hönnun, innkaup og uppsetningu nýrra vatnsrennibrauta á núverandi undirstöður, ásamt fullnaðarfrágangi. Helstu verkliðir: Hönnun og teikningagerð Aðstöðusköpun Niðurrif eldri búnaðar Vörukaup og tilheyrandi búnaður Uppsetning vatnsrennibrauta Fullnaðarfrágangur Nýjar vatnsrennibrautir skulu tengjast núverandi stigahúsi og vera festar á núverandi undirstöður. Innifalið í verki er að útvega viðeigandi …

Ný skólabygging Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum afhent
Í gær fór fram formleg afhending á nýju og glæsilegu skólahúsnæði Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum. Um er að ræða sérstaklega ánægjulegan áfanga, en ekki að það á hverjum degi sem að nýtt grunnskólahúsnæði er tekið í notkun í dreifbýli á Íslandi. Meðal gesta voru fulltrúar undirverktaka, skólastjórnendur, starfsfólk sveitarfélagsins og fulltrúar sveitarstjórnar. Við afhendinguna afhentu forsvarsmenn Byggingafélagsins Sjamma bygginguna formlega en …