27. september, 2024
Fréttir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er opin fyrir umsóknir til 15.október n.k.
– sjá nánar á vef Ferðamálastofu

  • Áhersla ráðherra í úthlutun fyrir framkvæmdaárið 2025 er: “ minna sótt svæði og lengingu ferðatímabils“ auk hefðbundinna áherslna sem tilgreindar eru í lögum um sjóðinn s.s. verndun náttúru, öryggi ferðafólks og uppbyggingu innviða  – en einnig er áhersla á það að viðkomandi verkefni sem sótt er um styrk fyrir sé tilgreint í áfangastaðaáætlun viðkomandi landshluta.
  • Ef þú ætlar að senda inn umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þá er mikilvægt að skoða hvort fyrirhugað verkefni sem þú ert að sækja um styrk til að vinna sé ekki örugglega á lista í Áfangastaðaáætlun Vesturlands, sjá: Áfangastaðaáætlun Vesturlands  – ef verkefnið er ekki þar  – hafðu þá samband við okkur.
  • Vonandi verða margar umsóknir sendar inn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða frá Vesturlandi í haust  – endilega hafið samband ef það er eitthvað að vefjast fyrir ykkur  – gangi ykkur vel.

Tengdar fréttir

28. nóvember, 2025
Fréttir

Tilkynning frá veitum vegna framkvæmda á Borgarbraut

Veitur loka hluta Borgarbrautar við nýbyggingu nr. 63 vegna tengingar húss við veitulagnir. Fyrirhuguð lokun er mánudaginn 1. desember 2025 og áætlað er að opna aftur föstudaginn, 5. desember 2025*(*með fyrirvara um breytingar) Hjáleið verður um Brúartorg. Við biðjum vegfarendur og íbúa að sýna þolinmæði og aðgát þegar farið er um svæðið meðan á framkvæmdum stendur.

26. nóvember, 2025
Fréttir

Aldan lokuð 28. nóvember

Vegna námskeiðs fyrir leiðbeinendur verður lokað í Öldunni föstudaginn 28. nóvember. Námskeiðið er haldið í tengslum við innleiðingu á þjónandi leiðsögn. Aldan tekur svo vel á móti öllum mánudaginn 1. desember.Þökkum skilning og hlökkum til að sjá ykkur!