Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er opin fyrir umsóknir til 15.október n.k.
– sjá nánar á vef Ferðamálastofu
- Áhersla ráðherra í úthlutun fyrir framkvæmdaárið 2025 er: “ minna sótt svæði og lengingu ferðatímabils“ auk hefðbundinna áherslna sem tilgreindar eru í lögum um sjóðinn s.s. verndun náttúru, öryggi ferðafólks og uppbyggingu innviða – en einnig er áhersla á það að viðkomandi verkefni sem sótt er um styrk fyrir sé tilgreint í áfangastaðaáætlun viðkomandi landshluta.
- Ef þú ætlar að senda inn umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þá er mikilvægt að skoða hvort fyrirhugað verkefni sem þú ert að sækja um styrk til að vinna sé ekki örugglega á lista í Áfangastaðaáætlun Vesturlands, sjá: Áfangastaðaáætlun Vesturlands – ef verkefnið er ekki þar – hafðu þá samband við okkur.
- Til að létta undir umsóknarvinnunni – þá höfum við útbúið leiðbeiningar- og vinnuskjöl sem þeir sem vilja geta nýtt sér, sjá: Leiðbeininga- og vinnuskjöl fyrir umsóknarvinnu í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
- Vonandi verða margar umsóknir sendar inn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða frá Vesturlandi í haust – endilega hafið samband ef það er eitthvað að vefjast fyrir ykkur – gangi ykkur vel.
Tengdar fréttir

Jólahús og jólagata Borgarbyggðar 2025
Nú er komið að því – leitin að jólahúsi og jólagötu Borgarbyggðar árið 2025 er hafin! Í fyrra var það Smiðjuholt í Reykholti sem hlaut nafnbótina Jólahús Borgarbyggðar 2025 og Kvíaholt í Borgarnesi var svo valin jólalegasta gatan. Viltu tilnefna jólalegasta húsið og jólalegustu götuna? Ábendingar þurfa að berast fyrir 23. desember. Ábendingar má senda inn hér. Sigurvegarar verða svo …

Ráðstöfun frístundastyrks fyrir börn og ungmenni í Borgarbyggð
Frístundastyrkurinn er 40.000 krónur á ári fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára og 14.000 krónur á ári fyrir börn á aldrinum 0-5 ára sem hafa lögheimili í Borgarbyggð. Styrkupphæðin ákvarðast við gerð fjárhagsáætlunar og gildir frá 1.janúar til og með 31.desember ár hvert. Styrkinn er svo hægt að nýta til að lækka gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og …