Þann 3. desember nk. verður jólaandinn allsráðandi í Borgarbyggð þegar aðventan gengur í garð
Dagskrá:
KL. 13:00 – 16:00 Jólastund í Safnahúsi Borgarfjarðar
– Litla jólasýningin opnuð.
– Eva Lára Vilhjálmsdóttir stýri jólaföndri á bókasafninu
– Katla Njálsdóttir söng- og leikkona heldur uppi léttri jólastemmningu með ljúfum tónum.
Kl. 16:00 – 17:00 Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði
– Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri flytur jólahugvekju.
– Sylvía Erla og Árni Beinteinn þáttastjórnendur Bestu lög barnanna taka jólasyrpu.
– Jógvan Hansen ætlar að koma öllum í gott jólaskap með jólatónum.
– Kynnir verður Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir alþingiskona.
– Jólasveinarnir koma til byggða og dansað verður í kringum jólatréð
– Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi bjóða upp á heitt kakó og nemendur Grunnskóla Borgarfjarða bjóða upp á smákökur
Tengdar fréttir

Rafmagnslaust frá Tungulæk að Fíflholti og frá Rauðkollsstöðum að Fíflholti þann 22.1.2026
Vegna vinnu við niðurrif á eldra dreifikerfi verður rafmagnslaust frá Tungulæk að Fíflholti frá kl. 9:30 til kl. 10:30 þann 22.1.2026. Einnig verður rafmagnslaust frá Rauðkollsstöðum að Fíflholti frá kl.13:00 til 14:00 sama dag (22.1.2026) Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma meðan á framkvæmd stendur vegna prófana. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528 9000. Kort af svæðinu má …

Sigurður Kristjánsson ráðinn fjármálastjóri Borgarbyggðar
Sigurður Kristjánsson hefur tekið við stöðu fjármálastjóra Borgarbyggðar en hann hóf störf í dag, 20. janúar. Sigurður er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og býr yfir yfirgripsmikilli reynslu af fjármálastýringu. Hann starfaði sem fjármálastjóri Lyfju á árunum 2000–2024 og hefur þar með áratuga reynslu af fjármálum og rekstri stórra fyrirtækja. Undanfarin misseri starfaði hann jafnframt sem sviðsstjóri …