24. nóvember, 2023
Fréttir
Þann 3. desember nk. verður jólaandinn allsráðandi í Borgarbyggð þegar aðventan gengur í garð

Dagskrá:

KL. 13:00 – 16:00 Jólastund í Safnahúsi Borgarfjarðar
– Litla jólasýningin opnuð.
– Eva Lára Vilhjálmsdóttir stýri jólaföndri á bókasafninu
– Katla Njálsdóttir söng- og leikkona heldur uppi léttri jólastemmningu með ljúfum tónum.

Kl. 16:00 – 17:00 Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði
– Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri flytur jólahugvekju.
– Sylvía Erla og Árni Beinteinn þáttastjórnendur Bestu lög barnanna taka jólasyrpu.
– Jógvan Hansen ætlar að koma öllum í gott jólaskap með jólatónum.

– Kynnir verður Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir alþingiskona.
– Jólasveinarnir koma til byggða og dansað verður í kringum jólatréð
– Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi bjóða upp á heitt kakó og nemendur Grunnskóla Borgarfjarða bjóða upp á smákökur

Tengill á viðburðinn á Facebook.

Tengdar fréttir

22. október, 2025
Fréttir

Vel heppnaðir íbúafundir um mótun nýrrar þjónustustefnu Borgarbyggðar

Íbúafundir sem haldnir voru dagana 20. og 21. október um mótun nýrrar þjónustustefnu Borgarbyggðar fóru vel fram. Fundirnir voru haldnir í Lindartungu og í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og tóku íbúar virkan þátt í málefnalegum og uppbyggilegum umræðum. Á fundunum gafst íbúum tækifæri til að koma á framfæri sínum hugmyndum, áherslum og framtíðarsýn um þjónustu sveitarfélagsins. Rík samstaða var …

21. október, 2025
Fréttir

Hreinsunarátak í Borgarbyggð haustið 2025

Borgarbyggð hefur samið við endurvinnslufyrirtækið Hringrás ehf. um söfnun ákveðinna úrgangsflokka í dreifbýli haustið 2025. Í samkomulaginu felst að Hringrás mun sækja heim eftirfarandi flokka íbúum að kostnaðarlausu. Bílflök og annað almennt brotajárn Ryðfrítt stál og ál Rafgeyma Rafmótora Hjólbarða Fyrirkomulagið er þannig að íbúar safna úrgangsefni saman á einn stað við heimili sín þangað sem Hringrás sækir efnið. Hringrás …