Þann 3. desember nk. verður jólaandinn allsráðandi í Borgarbyggð þegar aðventan gengur í garð
Dagskrá:
KL. 13:00 – 16:00 Jólastund í Safnahúsi Borgarfjarðar
– Litla jólasýningin opnuð.
– Eva Lára Vilhjálmsdóttir stýri jólaföndri á bókasafninu
– Katla Njálsdóttir söng- og leikkona heldur uppi léttri jólastemmningu með ljúfum tónum.
Kl. 16:00 – 17:00 Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði
– Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri flytur jólahugvekju.
– Sylvía Erla og Árni Beinteinn þáttastjórnendur Bestu lög barnanna taka jólasyrpu.
– Jógvan Hansen ætlar að koma öllum í gott jólaskap með jólatónum.
– Kynnir verður Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir alþingiskona.
– Jólasveinarnir koma til byggða og dansað verður í kringum jólatréð
– Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi bjóða upp á heitt kakó og nemendur Grunnskóla Borgarfjarða bjóða upp á smákökur
Tengdar fréttir

Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3
Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026
Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér: Reglur um …