Þann 3. desember nk. verður jólaandinn allsráðandi í Borgarbyggð þegar aðventan gengur í garð
Dagskrá:
KL. 13:00 – 16:00 Jólastund í Safnahúsi Borgarfjarðar
– Litla jólasýningin opnuð.
– Eva Lára Vilhjálmsdóttir stýri jólaföndri á bókasafninu
– Katla Njálsdóttir söng- og leikkona heldur uppi léttri jólastemmningu með ljúfum tónum.
Kl. 16:00 – 17:00 Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði
– Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri flytur jólahugvekju.
– Sylvía Erla og Árni Beinteinn þáttastjórnendur Bestu lög barnanna taka jólasyrpu.
– Jógvan Hansen ætlar að koma öllum í gott jólaskap með jólatónum.
– Kynnir verður Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir alþingiskona.
– Jólasveinarnir koma til byggða og dansað verður í kringum jólatréð
– Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi bjóða upp á heitt kakó og nemendur Grunnskóla Borgarfjarða bjóða upp á smákökur
Tengdar fréttir

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi
Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta í sundlaug Borgarness. Verkið felur í sér hönnun, innkaup og uppsetningu nýrra vatnsrennibrauta á núverandi undirstöður, ásamt fullnaðarfrágangi. Helstu verkliðir: Hönnun og teikningagerð Aðstöðusköpun Niðurrif eldri búnaðar Vörukaup og tilheyrandi búnaður Uppsetning vatnsrennibrauta Fullnaðarfrágangur Nýjar vatnsrennibrautir skulu tengjast núverandi stigahúsi og vera festar á núverandi undirstöður. Innifalið í verki er að útvega viðeigandi …

Ný skólabygging Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum afhent
Í gær fór fram formleg afhending á nýju og glæsilegu skólahúsnæði Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum. Um er að ræða sérstaklega ánægjulegan áfanga, en ekki að það á hverjum degi sem að nýtt grunnskólahúsnæði er tekið í notkun í dreifbýli á Íslandi. Meðal gesta voru fulltrúar undirverktaka, skólastjórnendur, starfsfólk sveitarfélagsins og fulltrúar sveitarstjórnar. Við afhendinguna afhentu forsvarsmenn Byggingafélagsins Sjamma bygginguna formlega en …