Fyrsti sunnudagur í aðventu var um helgina og af því tilefni voru ljósin tendruð á jólatrénu í Skallagrímsgarði. Fjölbreytt dagskrá var fyrir alla fjölskylduna og fjöldi gesta lagði leið sína í Safnahúsið og Skallagrímsgarð.
Dagskráin byrjaði með jólastund í Safnahúsi Borgarbyggðar þar sem boðið var uppá jólaföndur, litla jólasýningin var opnuð og Katla Njálsdóttir söng- og leikkona hélt uppi léttri jólastemmningu með ljúfum tónum.
Því næst lá leiðin í Skallagrímsgarð þar sem sveitarstjóri fór með jólahugvekju og kveikti á jólatréinu. Sylvía Erla og Árni Beinteinn úr Bestu lögum barnanna voru með jólasyrpu og Jógvan Hansen lokaði svo dagskránni með jólalögum á meðan börnin dönsuðu í kringum jólatréð með nokkrum hressum jólasveinum sem komu ofan úr fjöllum.
Kalt var í veðri en milt og fallegt og því notalegt að standa úti, gæða sér á heitu súkkulaði frá útskriftarhópum grunnskólanna í Borgarbyggð og fylgjast með tónlistaratriðum og jólasveinum sem lögðu leið sína í bæinn.
Borgarbyggð vill koma á framfæri þökkum til allra sem komu að dagskránni. Sérstakar þakkir fá starfsmenn Áhaldahúsins fyrir þeirra framlag.
Ljósm: Gunnhildur Lind photography
Tengdar fréttir

Jólahús og jólagata Borgarbyggðar 2025
Nú er komið að því – leitin að jólahúsi og jólagötu Borgarbyggðar árið 2025 er hafin! Í fyrra var það Smiðjuholt í Reykholti sem hlaut nafnbótina Jólahús Borgarbyggðar 2025 og Kvíaholt í Borgarnesi var svo valin jólalegasta gatan. Viltu tilnefna jólalegasta húsið og jólalegustu götuna? Ábendingar þurfa að berast fyrir 23. desember. Ábendingar má senda inn hér. Sigurvegarar verða svo …

Ráðstöfun frístundastyrks fyrir börn og ungmenni í Borgarbyggð
Frístundastyrkurinn er 40.000 krónur á ári fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára og 14.000 krónur á ári fyrir börn á aldrinum 0-5 ára sem hafa lögheimili í Borgarbyggð. Styrkupphæðin ákvarðast við gerð fjárhagsáætlunar og gildir frá 1.janúar til og með 31.desember ár hvert. Styrkinn er svo hægt að nýta til að lækka gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og …