14. október, 2024
Fréttir

Við  skoðun fasteigna í Borgarbyggð hefur komið í ljós að í sumum tilfellum er brunabótamat eigna lægra en eðlilegt má telja. Einnig fundust eignir sem vantaði brunabótamat.  Við yfirferð og skoðun var  notast við  slembiúrtak á íbúðarhúsum, sumarhúsum, landbúnaðarbyggingum og iðnaðarhúsum.

Brunabótamat tekur til þeirra efnislegu verðmæta húseignar sem getur eyðilagst í eldi og miðast við endurbyggingarkostnað að teknu tilliti til aldurs, slits, viðhalds og ástands eignar, að viðbættum kostnaði við hreinsun brunarústa. Uppfærsla matsupphæðar brunabótamats er ávallt á ábyrgð eiganda og gæti því verið góð hugmynd að láta endurmeta eignina ef miklar endurbætur hafa verið gerðar á henni. Hér fyrir neðan er hlekkur inn á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem er hægt að nálgast nánari upplýsingar og sækja um endurmat.

https://island.is/brunabotamat/endurmat-brunabotamats

Tengdar fréttir

25. nóvember, 2025
Fréttir

Samhugur í Borgarbyggð

Íbúar í Borgarbyggð, í samvinnu við Borgarfjarðarkirkjur og Rauða Krossinn á Vesturlandi, hafa tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin. Hópurinn “Samhugur í Borgarbyggð” safnar gjöfum, gjafakortum og peningum á skrifstofu Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi, einnig er hægt að leggja inn á reikning sem kirkjan hefur látið Samhug í té, rkn. 0357-22-2688, kt. …

24. nóvember, 2025
Fréttir

Aðventuhátíð Borgarbyggðar 2025

Aðventuhátíð Borgarbyggðar verður haldin í Skallagrímsgarði, fyrsta  í aðventu, þann 30. nóvember klukkan 16:00. Jólaljósin verða tendruð við skemmtilega dagskrá. Þau Árni Beinteinn og Sylvía Erla frá bestu lögum barnanna mæta, jólasveinar kíkja í heimsókn, Kristbjörg Ragney og Guðrún Katrín frá Listaskóla Borgarfjarðar syngja vel valin jólalög. Smákökur og kakó verða svo auðvitað á sínum stað ásamt jólamarkaði Öldunnar. Kynnir …