Við skoðun fasteigna í Borgarbyggð hefur komið í ljós að í sumum tilfellum er brunabótamat eigna lægra en eðlilegt má telja. Einnig fundust eignir sem vantaði brunabótamat. Við yfirferð og skoðun var notast við slembiúrtak á íbúðarhúsum, sumarhúsum, landbúnaðarbyggingum og iðnaðarhúsum.
Brunabótamat tekur til þeirra efnislegu verðmæta húseignar sem getur eyðilagst í eldi og miðast við endurbyggingarkostnað að teknu tilliti til aldurs, slits, viðhalds og ástands eignar, að viðbættum kostnaði við hreinsun brunarústa. Uppfærsla matsupphæðar brunabótamats er ávallt á ábyrgð eiganda og gæti því verið góð hugmynd að láta endurmeta eignina ef miklar endurbætur hafa verið gerðar á henni. Hér fyrir neðan er hlekkur inn á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem er hægt að nálgast nánari upplýsingar og sækja um endurmat.
Tengdar fréttir

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi
Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta í sundlaug Borgarness. Verkið felur í sér hönnun, innkaup og uppsetningu nýrra vatnsrennibrauta á núverandi undirstöður, ásamt fullnaðarfrágangi. Helstu verkliðir: Hönnun og teikningagerð Aðstöðusköpun Niðurrif eldri búnaðar Vörukaup og tilheyrandi búnaður Uppsetning vatnsrennibrauta Fullnaðarfrágangur Nýjar vatnsrennibrautir skulu tengjast núverandi stigahúsi og vera festar á núverandi undirstöður. Innifalið í verki er að útvega viðeigandi …

Ný skólabygging Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum afhent
Í gær fór fram formleg afhending á nýju og glæsilegu skólahúsnæði Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum. Um er að ræða sérstaklega ánægjulegan áfanga, en ekki að það á hverjum degi sem að nýtt grunnskólahúsnæði er tekið í notkun í dreifbýli á Íslandi. Meðal gesta voru fulltrúar undirverktaka, skólastjórnendur, starfsfólk sveitarfélagsins og fulltrúar sveitarstjórnar. Við afhendinguna afhentu forsvarsmenn Byggingafélagsins Sjamma bygginguna formlega en …