
Við skoðun fasteigna í Borgarbyggð hefur komið í ljós að í sumum tilfellum er brunabótamat eigna lægra en eðlilegt má telja. Einnig fundust eignir sem vantaði brunabótamat. Við yfirferð og skoðun var notast við slembiúrtak á íbúðarhúsum, sumarhúsum, landbúnaðarbyggingum og iðnaðarhúsum.
Brunabótamat tekur til þeirra efnislegu verðmæta húseignar sem getur eyðilagst í eldi og miðast við endurbyggingarkostnað að teknu tilliti til aldurs, slits, viðhalds og ástands eignar, að viðbættum kostnaði við hreinsun brunarústa. Uppfærsla matsupphæðar brunabótamats er ávallt á ábyrgð eiganda og gæti því verið góð hugmynd að láta endurmeta eignina ef miklar endurbætur hafa verið gerðar á henni. Hér fyrir neðan er hlekkur inn á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem er hægt að nálgast nánari upplýsingar og sækja um endurmat.
Tengdar fréttir

Starfamessa 2025
Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum. Slíkar messur hafa verið vinsælar meðal grunn- og framhaldsskólanema sem vilja kynna sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf. Fyrirtæki og stofnanir nota messuna til að kynna starfsemi sína. Markmið Starfamessu: Að kynna fjölbreytt námstækifæri á Vesturlandi …

270. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar
270. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, þriðjudaginn 14. október 2025 og hefst kl. 17:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: 270. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Streymi frá fundinum má finna hér.