Við skoðun fasteigna í Borgarbyggð hefur komið í ljós að í sumum tilfellum er brunabótamat eigna lægra en eðlilegt má telja. Einnig fundust eignir sem vantaði brunabótamat. Við yfirferð og skoðun var notast við slembiúrtak á íbúðarhúsum, sumarhúsum, landbúnaðarbyggingum og iðnaðarhúsum.
Brunabótamat tekur til þeirra efnislegu verðmæta húseignar sem getur eyðilagst í eldi og miðast við endurbyggingarkostnað að teknu tilliti til aldurs, slits, viðhalds og ástands eignar, að viðbættum kostnaði við hreinsun brunarústa. Uppfærsla matsupphæðar brunabótamats er ávallt á ábyrgð eiganda og gæti því verið góð hugmynd að láta endurmeta eignina ef miklar endurbætur hafa verið gerðar á henni. Hér fyrir neðan er hlekkur inn á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem er hægt að nálgast nánari upplýsingar og sækja um endurmat.
Tengdar fréttir

Rafmagnslaust frá Tungulæk að Fíflholti og frá Rauðkollsstöðum að Fíflholti þann 22.1.2026
Vegna vinnu við niðurrif á eldra dreifikerfi verður rafmagnslaust frá Tungulæk að Fíflholti frá kl. 9:30 til kl. 10:30 þann 22.1.2026. Einnig verður rafmagnslaust frá Rauðkollsstöðum að Fíflholti frá kl.13:00 til 14:00 sama dag (22.1.2026) Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma meðan á framkvæmd stendur vegna prófana. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528 9000. Kort af svæðinu má …

Sigurður Kristjánsson ráðinn fjármálastjóri Borgarbyggðar
Sigurður Kristjánsson hefur tekið við stöðu fjármálastjóra Borgarbyggðar en hann hóf störf í dag, 20. janúar. Sigurður er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og býr yfir yfirgripsmikilli reynslu af fjármálastýringu. Hann starfaði sem fjármálastjóri Lyfju á árunum 2000–2024 og hefur þar með áratuga reynslu af fjármálum og rekstri stórra fyrirtækja. Undanfarin misseri starfaði hann jafnframt sem sviðsstjóri …