Verið velkomin á sýningaropnun fimmtudaginn 8. febrúar kl. 16:00 – 18:00 á verkum úr safneign Listasafns Borgarness.
Á sýningunni gefur að líta verk eftir nokkrar af fremstu listakonum Íslands á borð við Ásgerði Búadóttur, Gerði Helgadóttur, Eyborgu Guðmundsdóttur og Nínu Tryggvadóttur. Listakonurnar, sem eiga verk á sýningunni, hafa allar verið brautryðjendur, hver á sínu sviði. Þær hafa auðgað íslenska menningarsögu með verkum sínum og opnað gáttina fyrir aðrar konur sem vildu helga líf sitt listinni.
Sýningin stendur frá 8. febrúar til 30. mars 2024.
Tengdar fréttir

Tilkynning frá Veitum
Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu
Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.