6. febrúar, 2024
Fréttir

Verið velkomin á sýningaropnun fimmtudaginn 8. febrúar kl. 16:00 – 18:00 á verkum úr safneign Listasafns Borgarness. 

Á sýningunni gefur að líta verk eftir nokkrar af fremstu listakonum Íslands á borð við Ásgerði Búadóttur, Gerði Helgadóttur, Eyborgu Guðmundsdóttur og Nínu Tryggvadóttur.  Listakonurnar, sem eiga verk á sýningunni, hafa allar verið brautryðjendur, hver á sínu sviði. Þær hafa auðgað íslenska menningarsögu með verkum sínum og opnað gáttina fyrir aðrar konur sem vildu helga líf sitt listinni.

Sýningin stendur frá 8. febrúar til 30. mars 2024.

 

Allir velkomnir.

Tengdar fréttir

18. september, 2025
Fréttir

Beactive hreyfivika í Borgarbyggð árið 2025- Finndu þína hreyfingu!

Hugmyndafræði Beactive hreyfivikunnar í Borgarbyggð árið 2025 byggir á samveru fjölskyldunnar og mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Við viljum skapa vettvang þar sem öll fjölskyldan – börn, foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur, við öll – getum tekið þátt saman í skemmtilegum og hvetjandi viðburðum sem stuðla að bættri heilsu, vellíðan og tengslum. Dagskráin er fjölbreytt og aðgengileg fyrir …

18. september, 2025
Fréttir

Endurvinnslukort Borgarbyggðar- Ertu með kortið?

Allir fasteignaeigendur í Borgarbyggð sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis geta sótt rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka. Kortið virkar þannig að þegar komið er inn á gámasvæðið er kortið skannað, starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við. Starfsmaður gámasvæðis metur magn og tekur út …