29. nóvember, 2023
Fréttir

Vakin er athygli á gjaldskrá sem gefin var út 4. janúar 2023 vegna urðunarstaðsins við Bjarnhóla:

4. gr.

Gjaldskrá vegna úrgangs sem verktakar hafa gert samning við Borgarbyggð um að farga megi á urðunarstaðnum við Bjarnhóla skal vera með eftirfarandi hætti, virðisaukaskattur innifalinn. Gjald­skrá vegna þessa liðar skal taka breytingum í samræmi við byggingarvísitölu um hver áramót. Neðan­greind verð miða við grunnvísitölu í desember 2022:

Timbur (ómengað og hæft í kurlun) 1.433 kr. pr. m³
Garðaúrgangur    600 kr. pr. m³
Jarðvegur    600 kr. pr. m³
Grjót og múrbrot 1.854 kr. pr. m³
Hrossatað: 1.067 kr. pr. m³

Ekki verður heimilt að meðhöndla annan úrgang en að ofan greinir á þessum urðunarstað. Urðunarstaðurinn er afgirtur, læstur og undir eftirliti.

 

Gjaldskrá fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps

Tengdar fréttir

14. febrúar, 2025
Fréttir

Útboð vegna niðurrifs á Brákarbraut 25

Borgarbyggð óskar eftir tilboði í niðurrifi á 6 byggingarhlutum og förgun rifúrgangs við Brákarbraut 25. Allt steypuvirki skal brjóta niður og hreinsa af bendistáli. Rifúrgang skal flokka og ráðstafa hverjum efnisflokki til endurnýtingar, endurvinnslu eða í förgun. Í byggingarhlutum eru asbestplötur sem fjarlægja skal og farga.   Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 28. ágúst 2025.   Vettvangsskoðun …

11. febrúar, 2025
Fréttir

261. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

261. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 13. febrúar 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 261 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.