Vakin er athygli á gjaldskrá sem gefin var út 4. janúar 2023 vegna urðunarstaðsins við Bjarnhóla:
4. gr.
Gjaldskrá vegna úrgangs sem verktakar hafa gert samning við Borgarbyggð um að farga megi á urðunarstaðnum við Bjarnhóla skal vera með eftirfarandi hætti, virðisaukaskattur innifalinn. Gjaldskrá vegna þessa liðar skal taka breytingum í samræmi við byggingarvísitölu um hver áramót. Neðangreind verð miða við grunnvísitölu í desember 2022:
Timbur (ómengað og hæft í kurlun) | 1.433 kr. pr. m³ |
Garðaúrgangur | 600 kr. pr. m³ |
Jarðvegur | 600 kr. pr. m³ |
Grjót og múrbrot | 1.854 kr. pr. m³ |
Hrossatað: | 1.067 kr. pr. m³ |
Ekki verður heimilt að meðhöndla annan úrgang en að ofan greinir á þessum urðunarstað. Urðunarstaðurinn er afgirtur, læstur og undir eftirliti.
Tengdar fréttir

Skemmdarverk á leikvöllum í Borgarbyggð
Undanfarið hefur orðið vart við skemmdarverk á nokkrum leikvöllum í Borgarbyggð. Í lok maí var meðal annars unnið tjón á Bjössaróló, og aftur upp úr miðjum júlí var þar orðið vart við frekari skemmdir. Í seinasta mánuði voru unnar skemmdir á leikvelli í Kvíaholtinu og nú hafa aftur verið unnin skemmdarverk á leikvellinum í Kjartansgötu. Borgarbyggð vinnur nú að því …

Umhirða og staðsetning íláta
Haustið er mætt með öllum sínum litum og veturinn ekki langt undan. Með haustlægðum og vetrarveðri fylgja ýmsar áskoranir í sorphirðu. Til að tryggja örugga og skilvirka þjónustu er mikilvægt að íbúar hafi eftirfarandi atriði í huga. Mikilvægt er að ílát standi sem næst götu eða í tunnuskýlum, svo starfsfólk þurfi ekki að bera þau langa leið og verði fyrir …