29. nóvember, 2023
Fréttir

Vakin er athygli á gjaldskrá sem gefin var út 4. janúar 2023 vegna urðunarstaðsins við Bjarnhóla:

4. gr.

Gjaldskrá vegna úrgangs sem verktakar hafa gert samning við Borgarbyggð um að farga megi á urðunarstaðnum við Bjarnhóla skal vera með eftirfarandi hætti, virðisaukaskattur innifalinn. Gjald­skrá vegna þessa liðar skal taka breytingum í samræmi við byggingarvísitölu um hver áramót. Neðan­greind verð miða við grunnvísitölu í desember 2022:

Timbur (ómengað og hæft í kurlun) 1.433 kr. pr. m³
Garðaúrgangur    600 kr. pr. m³
Jarðvegur    600 kr. pr. m³
Grjót og múrbrot 1.854 kr. pr. m³
Hrossatað: 1.067 kr. pr. m³

Ekki verður heimilt að meðhöndla annan úrgang en að ofan greinir á þessum urðunarstað. Urðunarstaðurinn er afgirtur, læstur og undir eftirliti.

 

Gjaldskrá fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps

Tengdar fréttir

2. júlí, 2025
Fréttir

Ungt fólk og lýðheilsa 2025 – Ráðstefna fyrir unga framtíðaleiðtoga

Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir árlegu ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa dagana 12.–14. september 2025 á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Félagslegir töfrar“, sem vísar til þeirra ósýnilegu en kröftugu áhrifa sem skapast í samskiptum og samveru – þar sem einstaklingar verða að hópi og samfélag verður til. Ráðstefnan er opin öllum ungum einstaklingum á aldrinum 15–25 ára, …

2. júlí, 2025
Fréttir

Starfsfólk og íbúar minnast Gísla Karlssonar, fyrrverandi sveitarstjóra og bæjarstjóra í Borgarnesi

  Gísli Karlsson fyrrverandi bæjar- og sveitarstjóri í Borgarnesi Á morgun, fimmtudag, verður borinn til grafar Gísli Karlsson fyrrverandi sveitarstjóri og bæjarstjóri í Borgarnesi. Gísli fæddist árið 1940 á Brjánslæk á Barðaströnd. Hann lauk prófi landbúnaðarhagfræði frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1968 og starfaði í að því loknu sem ráðunautur í Danmörku. Árið 1971 réð Gísli sig til starfa við Bændaskólann …