Vakin er athygli á gjaldskrá sem gefin var út 4. janúar 2023 vegna urðunarstaðsins við Bjarnhóla:
4. gr.
Gjaldskrá vegna úrgangs sem verktakar hafa gert samning við Borgarbyggð um að farga megi á urðunarstaðnum við Bjarnhóla skal vera með eftirfarandi hætti, virðisaukaskattur innifalinn. Gjaldskrá vegna þessa liðar skal taka breytingum í samræmi við byggingarvísitölu um hver áramót. Neðangreind verð miða við grunnvísitölu í desember 2022:
| Timbur (ómengað og hæft í kurlun) | 1.433 kr. pr. m³ |
| Garðaúrgangur | 600 kr. pr. m³ |
| Jarðvegur | 600 kr. pr. m³ |
| Grjót og múrbrot | 1.854 kr. pr. m³ |
| Hrossatað: | 1.067 kr. pr. m³ |
Ekki verður heimilt að meðhöndla annan úrgang en að ofan greinir á þessum urðunarstað. Urðunarstaðurinn er afgirtur, læstur og undir eftirliti.
Tengdar fréttir

Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð
Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2026. Álagningarseðlar eru á Mínar síður – Pósthólf á island.is Álagningarseðlar hafa verið sendir í pósti til fasteignaeigenda sem eru 78 ára og eldri. Nánari upplýsingar um gjaldskrár eru á heimasíðu Borgarbyggðar, borgarbyggd.is, þeir sem þess óska geta haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla á pappír. Gjalddagar eru tíu, sá …

Framkvæmdir og sprengingar við Birkiklett
Í næstu viku hefjast sprengingar við Birkiklett í Borgarnesi. Áætlað er að sprengingar hefjast mánudaginn 2. febrúar næstkomandi. Sprengt verður kl. 11:30 og/eða 15:30 daglega. Íbúar og ferðamenn eru beðnir um að fylgja reglum og virða lokun svæðisins á meðan sprengingum stendur. Framkvæmdaraðilar og Borgarbyggð þakka skilning á þeim óþægindum sem framkvæmdunum kann að fylgja