Skólareglur

  1. Nemendum ber að mæta stundvíslega í allar kennslustundir.
  2. Veikindaforföll þarf að tilkynna með eins miklum fyrirvara og unnt er. Þurfi kennari að fella niður tíma ber honum að bæta hann upp nema um veikindi sé að ræða og atvik í skólastarfinu, t.d. tónleika, starfsdaga eða próf.
  3. Nemendur taka þátt í tónleikahaldi í skólanum og skulu þeir koma fram a.m.k. tvisvar á vetri. Ætlast er til að nemendur komi fram snyrtilega til fara á tónleikum.
  4. Nemendum er óheimilt að flytja tónlist opinberlega utan skólans nema með vitund og samþykki kennara og skólastjóra.
  5. Nemendum og kennurum ber að ganga vel og snyrtilega um     húsnæði skólans og annað húsnæði sem kennslan fer fram í.   Sama gildir um umgengni við hljóðfærin.
  6. Tónlistarskóli Borgarfjarðar er reyklaus skóli. Reykingar eru ekki leyfðar í húsnæði skólans og öðru húsnæði sem tónlistarkennslan fer fram í.