Félagsheimilið Logaland

Félagsheimilið Logaland er staðsett í Reykholtsdal í Borgarfirði.

Í húsinu eru tveir salir. Á neðri hæð er stór samkomusalur með ágætlega búnu eldhúsi, snyrtingum, stóru sviði og hægt er að ganga út í garð í anddyri.

Á efri hæð er minni salur (ca. 80 manns) með eldhúskrók, tvö rúmgóð herbergi með handlaugum og snyrtingar.

Ofan við húsið er fallegur skógur og gott tjaldsvæði sem leigt er út með húsinu.
Hægt er að leigja húsið fyrir allar almennar samkomur, einkasamkvæmi, ferðahópa og ættarmót.

Félagsheimilið Logaland er í eigu Ungmennafélags Reykdæla. Um útleigu sér Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir s: 858-2133, netfang logaland@hotmail.com 
Meðal áhugaverðra staða í nágrenni Logalands eru Reykholt, Deildartunguhver, Hraunfossar og Barnafoss.

Stutt er í sundlaug á Kleppjárnsreykjum og flugvöll á Stóra Kroppi.