Að skapa menningu árangurs í skólum Borgarbyggðar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Sameiginlegur starfsdagur leikskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar var haldinn síðastliðinn föstudag í Hjálmakletti. Unnið var með gildi og hagnýtar lausnir í vinnustofu um verkefnið „Leiðtoginn í mér“. Stuðst var meðal annars við sérstakt snjallforrit „Living the 7 Habits APP“ á starfsdeginum.  Leiðbeinandi var Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri. Frá árinu 2014 hafa leikskólar í Borgarbyggð og Grunnskóli Borgarfjarðar byggt starf sitt á hugmyndafræði … Skoða Betur…

Gleði – jákvæðni – sjálfsábyrgð

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Elín Matthildur Kristinsdóttir hélt námskeið fyrir starfsfólk Borgarbyggðar um gleði, jákvæðni og sjálfsábyrgð einstaklinga. Fjallað var um þrautseigju, hugarfar, styrkleika og gildi, um mikilvægi jákvæðra tilfinninga og áhrif þeirra á eigið líf. Einnig um áhrif hugsana á tilfinningar og líðan. Mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin líðan, hamingju og velferð var undirstrikað upp að því marki sem hægt er … Skoða Betur…

Menningarminjadagur Evrópu á Vesturlandi

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Nú á að fara að halda uppá menningarminjadag Evrópu um allt land. Hér á vesturland verður menningarminjadagurinn haldinn laugardaginn 14. október og mun Hulda Guðmundsdóttir a Fitjum kynna verkefnið „Framdalurinn Fitjasókn i Skorradal, verndarsvæði í byggð“. Komið verður saman við Fitjar, í botni Skorradals, kl. 14:00. Tilgangur menningarminjadagsins er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins.

„Blær mættur í Klettaborg“

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Í dag 11. október fagnar leikskólinn 39 ára afmæli sínu og af því tilefni ákvað Blær að koma alla leið frá Ástralíu til að hjálpa börnunum að vera góður félagi og gæta vel hvers annars. Því miður týndust bangsapakkarnir á leiðinni en sem betur fer hjálpaði Björgunarsveitin Brák til og voru það þær Sigurborg og Vigdís foreldrar í leikskólanum sem … Skoða Betur…

Byggðastyrkur vegna ljósleiðaravæðingar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ákveðið að verja samtals 100 milljónum króna af fjárveitingu byggðaáætlunar árið 2018 til að gera strjálbýlum sveitarfélögum hægara um vik við lagningu ljósleiðarakerfa. Borgarbyggð er eitt þessara sveitarfélaga sem hlýtur styrk til þessa verkefnis. Er hann að upphæð 15.1 millj. kr.  Sambærilegur styrkur var veittur vegna slíkra framkvæmda árið 2017 en þá fékk Borgarbyggð … Skoða Betur…

162. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

SVEITARSTJÓRN  BORGARBYGGÐAR  FUNDARBOÐ FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 12. október 2017 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 14.9.                                     (161) Fundargerð byggðarráðs 21.9,28.9,4.10.                         (427, 428, 429) Fundargerð fræðslunefndar 29.9.                                           (160) Fundargerð umhverfis – skipulags og landb.n. 4.10             (55) Fundargerð velferðarnefndar 6.10 … Skoða Betur…

Prófanir hafnar á skólphreinsistöð

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Þriðjudaginn 9. október hófst gangsetning á nýrri skólphreinsistöð Veitna í Borgarnesi. Stöðin er bylting í fráveitumálum í bænum en hún mun taka við öllu skólpi, sem hingað til hefur runnið óhreinsað í sjó í gegnum nokkrar útrásir í bænum, hreinsa það og dæla um 600 m. út í fjörðinn. Áður en hægt er að setja hreinsistöðina í gang þarf að … Skoða Betur…