Fundir sveitarstjórnar nr. 154 og 155

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

154. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í Kaupangi miðvikudaginn 22. mars og hefst hann kl. 14:30 Dagskrá: 58. fundargerð umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar. 155. fundur sveitarsrtjórnar, hátíðarfundur, verður haldinn í Kaupangi miðvikudaginn 22. mars og hefst hann kl. 15:00 Dagskrá: 150 ára verslunarafmæli Borgarness

150 ára afmæli – viðburðir dagsins

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Í dag fögnum við 150 ára verslunarafmæli Borgarness – Eiginleg afmælishátíð verður haldin í Hjálmakletti þann 29. apríl n.k. en í dag verður eftirfarandi á dagskrá: Kl. 14:00 Ráðhús – Nemendur úr Tónlistarskóla Borgarfjarðar flytja frumsamið lag eftir Theódóru Þorsteinsdóttir Kl. 15:00 Kaupangur – Hátíðarfundur sveitarstjórnar, fundur nr. 155. Kl. 15:30 Grunnskólinn í Borgarnesi – skóflustunga tekin af nýrri viðbyggingu … Skoða Betur…

Saga Borgarness í 150 ár

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Saga Borgarness í 150 ár. Þann 22. mars 2017 eru 150 ár síðan Borgarnes fékk verslunarréttindi. Á afmælisdaginn verður sveitarstjórn Borgarbyggðar með hátíðarfund kl. 15:00 í Kaupangi sem er elsta hús bæjarins. Í tilefni dagsins verður tekin skóflustunga að viðbyggingu við Grunnskólann í Borgarnesi að loknum hátíðarfundi sveitarstjórnar. Á afmælisdaginn verður opnuð ljósmyndasýningin „Tíminn gegnum linsuna“ kl. 17:00 í Safnahúsi … Skoða Betur…

Framkvæmdir við Kvelfdúlfsgötu

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Nú eru að hefjast framkvæmdir við Kveldúlfsgötuna á nýjan leik. Er fyrirhugað að hefja efnisskipti í götunni á morgun. Búið er að senda dreifibréf í öll hús og íbúðir við götuna með upplýsingum um framkvæmdina en henni á að vera að fullu lokið í lok júní n.k.

Laus störf hjá Borgarbyggð

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Búið er að auglýsa laus til umsóknar tvö störf við stjórnsýslu Borgarbyggðar. Annars vegar starf félagsmálastjóra og hins vegar starf sviðsstjóra umhverfis – og skipulagssviðs. Upplýsingar um störfin er að finna undir „stjórnsýsla – mannauður – laus störf“ hér á heimasíðunni. Umsóknarfrestur um störfin er til 2. apríl n.k.

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2017.  Umsóknarfrestur er til 1. maí 2017 og skal öllum umsóknum skilað til fjármálastjóra. Reglur og umsóknareyðublöð liggja frammi … Skoða Betur…

Saga Borgarness

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Komin eru í hús fyrstu eintökin af sögu Borgarness „Bærinn við brúna“ og „Byggðin við Brákarpoll“. Útgáfudagur verksins verður 29. apríl n.k. en þá verður haldin hátíðarsamkoma í Hjálmakletti þar sem, meðal annarra góðra gesta, verður Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson. Myndin sýnir annan höfund verksins, Heiðar Lind Hansson og formann ritnefndar, Birnu G Konráðsdóttur með fyrsta eintakið af öðru bindinu. … Skoða Betur…

Dagforeldrar óskast

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Dagforeldrar óskast til starfa í Borgarbyggð. Nú er tækifæri fyrir áhugasama aðila að starfa með yngstu börnunum í heimahúsi. Um starfsemi dagforeldra gildir reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum. Verkefni og ábyrgðarsvið Starfa sem sjálfstæðir verktakar með starfsleyfi og eftirlit frá Borgarbyggð Veita börnum góða umönnun, öryggi og hlýju Sækja grunnnámskeið fyrir dagforeldra Taka þátt í skyndihjálparnámskeiðum og … Skoða Betur…