Jólaföndur og ljúfir tónar

Jólaföndur fyrir fjölskylduna í Safnahúsi Borgarfjarðar sunnudaginn 30. nóvember milli 13:00 og 15:30. Hægt verður að koma og föndra saman ýmislegt jólalegt, er þetta að verða fastur liður hjá okkur að vera með föndur fyrsta sunnudag í aðventu áður en kveikt er á jólatrénu í Skallagrímsgarði.
Klukkan 15:00 fáum við í heimsókn Æskukórinn undir stjórn Theodóru Þorsteinsdóttur og ætla þau að flytja fyrir okkur falleg jólalög í tilefni af aðventunni.
Heitt á könnunni og örugglega eitthvað til að maula fyrir börnin.
Viðburðurinn er hluti af verkefninu Samvera í Safnahúsi og er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands
Dagsetning:
Byrjar: 30.11.2025, 13:00
Endar: 30.11.2025, 15:20
Staðsetning:
Safnahús Borgarfjarðar Bjarnabraut 4-6
Verð:
frítt