Landslag tilfinninganna – Listasmiðja

Landslag tilfinninganna – Listasmiðja

Listakonan Jurgita Motiejunaite leiðir listasmiðju þar sem endurunnið efni er notað og listaverkin um innri landslag og tilfinningar eru sköpuð. Áferð, form og litir af endurunnum efnum eru notuð til að endurspegla innri líðan.
Listasmiðjan er hluti af áherslu Safnahússins þetta haustið á umhverfið og umhverfisáhrif sem og hluti af BARNÓ – Barnamenningarhátíð Vesturlands.
Jurgita Motiejunaite er fædd í Litháen. Hún útskrifaðist frá Listaháskólanum í Vilnius árið 1999. Hún er búsett í Reykjavík og starfar sem leikskólakennari og kennir einnig við Móðurmálskólann. Hún skapar listaverk sín úr endurunnum efnum og notar hugtök eins og hringrásarhagkerfið, sjálfbærni og endurvinnslu sem grunn í verkum sínum.
Hún hefur stýrt smiðjum fyrir börn og fjölskyldur á Barnamenningarhátíð Reykjavíkur, Borgarbókasafni, Hafnarhúsinu og Norræna húsinu.
Verkefnið er styrkt af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi

Dagsetning:

Byrjar: 12.10.2025, 13:00
Endar: 12.10.2025, 14:30

Staðsetning:

Safnahús Borgarfjarðar Bjarnabraut 4-6

Verð:

frítt