Breytingar á Norðurslóðum – Sýningaropnun

Breytingar á Norðurslóðum – Sýningaropnun

Ný sýning opnar hjá okkur í Safnahúsinu 5. september undir yfirskriftinni „Breytingar á Norðurslóðum. Stefnumót lista og vísinda“.
Sýningin er sett upp í samstarfi við rannsóknarhópinn Changes on Northern Shores (CNS).

Hópurinn samanstendur af listamönnum og vísindafólki sem á það sameiginlegt að vinna að því að varpa ljósi á þær breytingar sem eiga sér stað á Norðurslóðum. Þau tengja saman listir og vísindi og með því leitast hópurinn við að varpa ljósi á hnignun líffræðilegs fjölbreytileika norðurslóða og þær loftslagsbreytingar sem eiga sér stað þar og um leið hvetja til aukinnar umhugsunar um sjálfbærni og umhverfismál.

Í tengslum við sýninguna verður haldið málþing á Listasafni Íslands, Safnahúsi, fimmtudaginn 4. september kl. 15:00. Þar mun listafólk og fræðimenn ræða samtal lista og vísinda. Rætt verður hvernig list- og vísindalegar aðferðir geta mótað og styrkt hver aðra.
Þátttakendur í sýningunni eru þau: Ásthildur Jónsdóttir, Fernando Ugerte, Filipa Samarra, Josefina Posch, Kaisu Koivisto, Liisa Kanerva, Mark IJzerman, Ove Mikal Pedersen, Sara De Clerck, Sébastien Robert, Tiu Similä, Tulle Ruth og Valgerður Hauksdóttir.

Dagsetning:

Byrjar: 05.09.2025, 16:00
Endar: 05.09.2025, 18:00

Staðsetning:

Safnahús Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi

Verð:

Frítt inn.