Fergusondagur á Landbúnaðarsafni Íslands

Fergusondagur á Landbúnaðarsafni Íslands

Núna á laugardaginn mæta Fergusonfélagar á Landbúnaðarsafnið og taka á móti gestum og gangandi. Viðræður standa við veðurmálayfirvöld um gott veður svo safngripirnir fái viðeigandi viðrun hjá þeim félögum.
Kvenfélagskonur verða með léttar kaffiveitingar á meðan á viðburðinum stendur.
Frítt er inn á safnið þennan dag og því tilvalið að kíkja á nýju sýninguna Saga laxveiða í Borgarfirði, verið velkomin á Hvanneyri!

Dagsetning:

Byrjar: 12.07.2025, 00:00
Endar: 12.07.2025, 16:00

Staðsetning:

Hvanneyri, Hvanneyrarkirkjuvegur, 311 Borgarbyggð