Síðustu hestasveinarnir í Víghól

Síðustu hestasveinarnir í Víghól

Nokkrir fyrrum hestasveinar sem aðstoðuðu veiðimenn við baráttuna við laxinn í Kjarrá ætla að koma í Skemmuna á Hvanneyri og segja okkur frá veru sinni og störfum við ánna.
Þeir Arnór Sigurjónsson, Einar Sigurjónsson og Stefán Þórarinsson, höfundar bókarinnar Kjarrá – Síðustu hestasveinarnir á Víghól, munu spjalla um efni bókarinnar og lífið við Kjarrá. Boðið verður upp á kaffisopa og með því. Bókin verður jafnframt til sölu fyrir áhugasama.
Viðburðurinn er hluti af viðburðadagskrá Landbúnaðarsafnsins og er styrkt af Safnaráði Íslands.

Dagsetning:

Byrjar: 09.04.2025, 20:00
Endar: 09.04.2025, 22:00

Staðsetning:

Skemman, Hvanneyri