Veiðisögur á Landbúnaðarsafni Íslands

Veiðisögur á Landbúnaðarsafni Íslands

Veiðisögur í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri

Órjúfanlegur hluti þess að laxveiðar eru stundaðar, er að sagðar eru sögur af veiðunum, stóra fiskinum sem slapp, hrakförum (oftast annarra) og ýmsum öðrum uppákomum. Margar þessara sagna hafa lifað um langa hríð en á hverju ári verða til nýjar. Landbúnaðarsafnið hefur fengið til liðs við sig valinkunna sagnamenn sem jafnframt eru miklir veiðimenn og munu þeir segja Veiðisögur í Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri, föstudaginn 15. nóvember kl. 18:00. Það eru þeir Axel Freyr Eiríksson, Sveinbjörn Eyjólfsson og Jóhann Sigurðarson sem munu skemmta okkur á sinn einstaka hátt á sagnakvöldi í hlöðu Halldórsfjóss. Húsið opnar kl. 17:30 og er aðgangseyrir einungis kr. 1000 – boðið verður upp á léttar veitingar að loknum viðburði.

Dagsetning:

Byrjar: 15.11.2024, 18:00
Endar: 15.11.2024, 19:30

Staðsetning:

Landbúnaðarsafn Íslands

Verð:

1000 kr.