UNA TORFADÓTTIR – Sundurlaus samtöl

UNA TORFADÓTTIR – Sundurlaus samtöl

Una Torfadóttir er 23 ára söngkona, hljóðfæraleikari, lagahöfundur og alhliða listakona sem hefur einstakt lag á að tengja saman sannleika, hverdagsleika, ást og tónlist og koma því frá sér með þeim hætti að allir sem hlusta skilja og dragast inn í heim Unu og veltast þar um hlæjandi, hlustandi og grátandi.

Una gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, Sundurlaus samtöl.
„Þessi plata er full af lögum sem ég hef átt lengi og spilað oft. Að vissu leyti er ég að reyna að heiðra nokkrar fortíðar útgáfur af sjálfri mér.” Á tónleikunum ætlar Una að flytja tónlist sína í einföldum og fallegum búningi, ein með gítarinn. „Draumurinn er að Sundurlaus samtöl fái að lifa góðu lífi og festa rætur. Ég opnaði dagbókina og hjartað og ég vona svo innilega að vangaveltur unglings-Unu og mínar og allra sem hjálpuðu mér og henni rati á rétta staði.” Una kemur til okkar á Söguloft Landnámssetursins og í þetta skiptið fá gestir að upplifa hana eina með gítarinn.

Dagsetning:

Byrjar: 25.10.2024, 20:00
Endar: 25.10.2024, 22:00

Staðsetning:

Landnámssetrið Borgarnesi

Verð:

6900