Prestahnúkur og Getilandsjökull

Prestahnúkur og Getilandsjökull

Inn í Kaldadal, við rætur Geitlandsjökuls rís Prestahnúkur hátt og gnæfir yfir svæðið. Hann er 1.226m hár með stórkostlegu útsýni til allra átta, yfir jökla og sveitir. Hér er því sannkölluð útsýnisferð í boði!
Ferðin hefst og endar við veginn í Kaldadal, leiðin er fær öllum jepplingum og 4×4 bílum og koma þátttakendur sér sjálfir á svæðið.
Við munum ganga á Prestahnúk, yfir hann og að rótum Geitlandsjökuls. Þar munum við finna leið inn á jökulinn og ganga hann að hæsta punkti í um 1.390m hæð eða eins og jökullinn leyfir.
Ganga mun taka okkur 8-10 klst og er 20 km löng með um 1.000m hækkun. Þetta er uppskrift að frábærum degi á fjöllum!
Ferðin hentar öllum þeim sem vilja upplifa langan dag á fjöllum með miklu útsýni. Þátttakendur þurfa að vera með jöklabrodda, ísexi og göngubelti með sér fyrir jökulinn og hægt er að fá þann búnað leigðan í öllum útivistaverslunum.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
-Leiðsögn

Verð : 8.900kr
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.


Ferðaskilmálar


Vertu í bandi – spurðu – komdu með!

Dagsetning:

Byrjar: 21.09.2024, 09:00
Endar: 21.09.2024, 21:00

Staðsetning:

Hotel Husafell

Verð:

8900