Glæpakviss – Hins íslenska glæpafélags
Í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag (félag rithöfunda, þýðenda og fræðafólks um viðgang íslenskra glæpasagna) verður skemmtilegt glæpakviss eða spurningaleikur hjá okkur í Safnahúsinu fimmtudaginn 5. september klukkan 5 síðdegis.
Öll sem hafa gaman af góðum glæpasögum, spurningakeppnum eða bara leiðist heima eru velkomin til okkar að taka þátt.
Eftir kvissið er upplagt að rölta út á Barabar, en keppendur fá 20% afslátt af matseðli hjá Barabar þennan dag.
Fer þessi viðburður fram á fjölmörgum almenningsbókasöfnum víðsvegar um landið og er liður í afmælisdagskrá Glæpafélagsins, Glæpafár á Íslandi í 25 ár.
Dagsetning:
Byrjar: 05.09.2024, 17:00
Endar: 05.09.2024, 18:00
Staðsetning:
Bjarnarbraut 4-6, 310 Borgarnes, Iceland