Jólatónleikar ljómlistarfélags Borgarfjarðar - Borgarbyggð

Hinir árlegu jólatónleikar Hljómlistarfélags Borgarfjarðar verða haldnir í 7. sinn sunnudaginn 10. desember nk. Tvennir tónleikar verða í boði; síðdegistónleikar og kvöldtónleikar. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 17:00 og hinir síðari kl. 20:00.
Hljómsveit leikur og syngur ásamt góðum gestum.
Aðalgestur er enginn annar en Daníel Ágúst. Daníel Ágúst þekkja flestir en hann er meðal annars meðlimur hljómsveitanna Nýdönsk og GusGus ásamt því að vera Idol dómari.
Söngvarar: Þóra Sif Svansdóttir Eiríkur Jónsson Edda María Jónsdóttir Jón Þór Sigmundsson Ísfold Rán Grétarsdóttir Ágúst Bernhardsson Linn Örvar Bessason Borgarfjarðardætur: Ásta Marý Stefánsdóttir, Birna Kristín Ásbjörnsdóttir, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir og Steinunn Þorvaldsdóttir
Hljómsveit: Gunnar Reynir Þorsteinsson Jón Ingimundarson Ómar Örn Arnarson Pétur Kolbeinsson
Hljóðmaður: Baldvin A B Aalen
Miðasala fer fram í Brúartorgi Borgarnesi og er miðaverð 4.000 kr.
Við hlökkum til að sjá ykkur!