9. nóvember, 2023
Allar fréttir
Þemavika stendur í tónlistarskólanum og þá fellur hefðbundin kennsla niður dagana 6.-10.nóvember.
Hægt er að sjá skráningar nemenda í smiðjur í appinu og líka inni á sjálfu Speedadmin kerfinu.
Allir hafa fengið sent skjal í tölvupósti með yfirliti yfir allar þær smiðjur sem kennarar okkar eru að bjóða alla vikuna. Það fylgir hér líka.
Það verður auk þess hópsöngur í öllum grunnskólunum þess viku. Helstu leikreglur eru fremst í skjalinu.
Það er um auðugan garð að gresja og nokkuð víst að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Smiðjurnar hafa bæði aldursmörk og hámarksfjölda. Því er ekki víst að allir komist í sitt fyrsta val.
Kennarar nemenda þurfa að setja inn smiðjuvalið hjá hverjum nemanda í kerfið til að það sé gilt – valið fer bæði fram í tímum hjá kennara og heima.
Þetta er gert til að styðja nemendur sem mest til að taka þátt.
Þarna er að finna ólíka möguleika. Sumar smiðjur eru lengri og í sumar þarf að koma með hljóðfærin sín. Athugið þetta vel.
Einnig gæti komið til þess að smiðjur falli niður ef það velja þær ekki nógu margir – og þá verður látið vita og nemandi velur annað.
Þess vegna er mikilvægt að ljúka sem mestu af valinu fyrir lok vikunnar – eða í síðasta lagi á mánudagsmorgunn.
Nemendur eru hvattir til að skoða úrvalið vel og velja sér eitthvað sem þeim finnst spennandi og nýtt.
Við óskum öllum góðra stunda – megi fjölbreytni og nýjar nálganir kynda undir tónlistaráhuga okkar allra.