
Laugardaginn 15. febrúar var opinn dagur í Listaskólanum fyrir gesti og gangandi, og tókst hann mjög vel.
Í boði voru örtónleikar með nemendum, fræðsla um tónlistarnám almennt, kynning á námsleiðum, hljóðfærakynningar og óvænt atriði þar sem kennarar tróðu upp með jassskotið efni.
Kennarar skólans voru á staðnum, sýndu hljóðfæri og aðstöðu, sátu fyrir svörum og gripu í hljóðfærin með öðrum þegar tækifæri gafst. Veðrið var gott, en margir glaðir gestir lögðu þó leið sína í skólann, gáfu sér tíma til að rölta um, hlusta, spjalla og þiggja léttar veitingar.

Guðrún Katrín spilar og syngur
Deginum lauk með samsöng nokkurra nemenda úr söngleikjadeild og Guðrún Katrín söng og lék á píanó. Að lokum léku kennarar undir einsöng Guðrúnar Katrínar í síðasta lagi dagsins, og höfðu allir viðstaddir gaman af.
Deginum lauk svo með bíósýningu í Óðali, þar sem sýnd var söngvamyndin Happy Feet á íslensku, og ekki annað að sjá en að gestir væru kátir.
Opnum degi er ætlað að vera vettvangur fyrir nemendur sem vilja skoða fjölbreytni í námsframboði skólans, en ekki síður fyrir þá sem minna þekkja til og vilja kanna möguleikana á nýju upphafi.