22. september, 2025
Allar Fréttir

Nú þegar haustið hefur að fullu hafið innreið sína er gott að horfa um öxl og ilja sér við minningar um sumarið sem leið. Hér er hægt að hlýða á lagið Það er sumar sem 12 hressir krakkar sömdu í tónlistarmiðjunni Taktur og texti sem fór fram í Safnahúsinu í lok sumars. Það voru þau Steinunn Jónsdóttir, Ragga Holm og Hrafnkell Örn Gjónsson sem leiddu smiðjuna og aðstoðuðu krakkana við að semja texta og búa til takt í tölvuforrit, með glæsilegri útkomu. Virkilega skemmtilegt smiðja sem Safnahúsið er stolt að hafa geta boðið upp á. Verkefnið Samvera í Safnahúsi fékk veglegan styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands á vordögum sem hefur gefið húsinu tækifæri til að bjóða upp á smiðju sem þessa, ritsmiðju, sirkus, tónlistaræfintýri og fleira, allt þátttakendum að kostnaðarlausu og með því jafnað möguleika barna á svæðinu til að skapa og njóta menningar.

Tengdar fréttir