6. nóvember, 2024
Allar Fréttir
Í Safnahúsi Borgarfjarðar verður sýningaropnun á STEAM nemendasýningu Menntaskóla Borgarfjarðar fimmtudaginn 7. nóvember, kl. 13:30 – 15:00.
STEAM nám er samþætting vísnda, tækni, verkfræði, lista og stærðfræði. Markmið þess er að nemendur vinni með þekkingu sína úr ólíkum fögum.
Sýningin ber heitið „Nærsamfélag og náttúra“ en alls eru það 44 nemendur sem koma að þessarri sýningu og höfðu þau tækifæri til að nýta sér áhugasvið sín í verkefnavali samhliða því að fara í þekkingarleit til að dýpka og stækka hugmyndir.
Verið velkomin á þessa afar fjölbreyttu nemendasýningu.
sem stendur yfir tímabilið 07.11. – 20.11. 2024.
Safnahús Borgarfjarðar, Bjarnabraut 4-6, Borgarnesi