
Mánudaginn 1. desember kl. 17:00 kemur til okkar í Safnahúsið Sævar Helgi Bragason með fræðsluerindi um almyrkvann á næsta ári.
12. ágúst 2026 verður almyrkvi á sólu sjáanlegur frá Íslandi í fyrsta sinn síðan 1954 og meðal annars er áætlað að hann sjáist víða hér í sveitarfélaginu
Þetta er stór viðburður og ljóst er að margir munu leggja leið sína á Vesturland til að freista þess að sjá og upplifa sjónarspilið, þegar tunglið gengur fyrir sólina og varpar skugga á yfirborð jarðar. Sævar Helgi mun leiða okkur í allan sannleika um þetta fyrirbæri og hvers má vænta hér um slóðir 12. ágúst.
Erindið er hugsað fyrir alla fjölskylduna og því gott tækifæri fyrir börn og fullorðna að koma og eiga góða og fræðandi stund í Safnahúsinu.
Fyrirlesturinn er hluti af haustdagskrá Safnahússins og nýtur styrks frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.