30. janúar, 2024
Allar Fréttir

Frá og með laugardeginum 3. febrúar og fram til öskudagsins 14. febrúar verður skiptimarkaður með grímubúninga í Safnahúsi Borgarfjarðar á opnunartíma þess.  Hægt er að koma með búninga sem þurfa nýja eigendur og finna sér aðra búninga og furðuföt í staðinn.

Tökum þátt í hringrásarkerfinu og spörum, bæði fyrir umhverfið og okkur.

 

Safnahús Borgarfjarðar, Sími: 433 7200  –  www.safnahus.is, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi

Tengdar fréttir

28. febrúar, 2024
Allar Fréttir

Myndamorgunn á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar

Föstudaginn 1. mars 2024, milli kl. 10:00 – 12:00   verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr eigu safnsins. Verið velkomin!   Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Safnahúsinu, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi

21. febrúar, 2024
Allar Fréttir

Verið velkomin í vetrarfríinu!

Safnahúsið er góður valkostur í vetrarfríinu 26.-27. febrúar. Hér verður hægt að: Skoða bækur, föndra, spila, tefla púsla, lita, vefa skoða og búa til listaverk. Nú, eða slaka á. Þetta er jú frí! Verið velkomin á Bjarnabraut 4-6, þessa daga sem alla hina, Opið 10-17 alla virka daga og 11-14 á laugardögum.