15. nóvember, 2023
Allar Fréttir

Við í Safnahúsinu ætlum að gleðjast á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og bjóðum ykkur velkomin á kíkja við hjá okkur. Á bókasafninu verður í tilefni dagsins ýmislegt skemmtilegt í boði tengt tungumálinu. Hægt verður til að mynda að fá að láni ljóða upplestur. Það felur í sér upplestur starfsmanna á íslenskum ljóðum í fallegu umhverfi Pállssafns. Upplesturinn er hugsaður bæði fyrir börn og fullorðna og tekur mið af áhuga og aldri hlustenda hverju sinn.
Allir velkomnir og heitt á könnunni.