7. júní, 2024
Allar Fréttir
Lestraráskorun og ofurhetjuspil
…..
Við verðum að sjálfsögðu með sumarlestursátakið í sumar líkt og fyrri ár.
Í sumar taka almenningsbókasöfnin sig saman víða um land og geta þátttakendur fengið lestrarhefti með sex lestraráskoranir sem þátttakendur velja sér sjálfir í samráði við foreldri/forráðamenn. Eftir hverja áskorun heimsækir lestrarhetjan bókasafnið og fær límmiða til að líma á spilaborð, en sérstakt ofurhetjuspil fylgir í sumarlestursheftinu.
Að auki fær lestrarhetjan happamiða sem fer í pott sem við drögum úr nokkrum sinnum yfir sumarið.
.
Sumarlesturinn stendur til 14. ágúst og lýkur með Uppskeruhátíð eins og fyrri ár.
Átakið er þátttakendum að sjálfsögðu frítt.
.
Héraðsbókasafn Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnes