2. apríl, 2025
Allar Fréttir

Safnahús Borgarfjarðar leitar eftir þátttakendum í ljósmyndaverkefni í tengslum við Barnamenningarhátíðina Ok.
Við óskum eftir að fá börn á fimmta ári til að taka fyrir okkur ljósmyndir af vatni í umhverfi sínu.
Þátttakendur fá einnota myndavél sem þeir svo skila aftur til okkar fyrir 16. apríl. Við veljum síðan úr myndir sem verða á sýningu í Safnahúsinu 5. – 10. maí n.k.
Þeir sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við okkur í Safnahúsi. Hægt að hringja í síma 433-7200 eða senda tölvupóst á safnahus@safnahus.is….. og svo má líka bara kíkja við hjá okkur.
Opið kl. 10:00 – 17:00 virka daga og laugardag kl. 11:00 – 14:00.
Safnahús Borgarfjarðar
Bjarnabraut 4-6, Borgarnesi